Strandapósturinn - 01.06.1980, Blaðsíða 106
dvínað í huga mér og enda er hann eitt af þeim ljósum sem lýsa
nú farinn veg.
II.
Vorið 1928 fluttust foreldrar mínir frá Kvennabrekku í Döl-
um að Prestsbakka í Hrútafirði ásamt okkur sjö börnum þeirra.
Næstu nágrannar okkar á Prestbakka voru Ljótunnarstaðar-
fólkið og áin, sem rann við túnfótinn á Prestsbakka á leið sinni út
í sjó, skildi að lönd þessara tveggja bæja, átti hvor bærinn
helming veiðiréttar í ánni.
Mér er enn í minni, er ég sá Guðjón á Ljótunnarstöðum í
fyrsta sinn, en hann var einn þeirra sem tóku á móti okkur, þegar
við komum að vestan. Hár hans og skegg var rautt, augun hvöss
en þó full af hlýju, framganga öll hvatleg en jafnframt örugg. Ég
man að ég spurði hann hvort hann væri hreppstjóri, en hann hló
og svaraði: „Nei, góði minn svo slæmt er það nú ekki. Eg er bara
bóndi af næsta bæ.“
Síðan voru Ljótunnarstaðir ávallt í huga mér sem næsti bær
jafnvel eftir að ég var fluttur suður.
Ekki var ég nema tíu ára er ég fékk að fljóta með Ljótunnar-
staðamönnum í róðra út á fjörðinn og var það stórt ævintýri.
Báturinn var fjögra manna far og árar þungar litlum höndum,
en það vandist fljótt og stundum hvessti svo á legunni að seglið
bar bátinn hraðfara af miðunum heim í vör. Þá var aflanum
kastað upp á bakkann, hvalbeinshlunnarnir settir fyrir og drag-
reipi sem tengt var spili fest í stefnið og tveir héldu við meðan
aðrir tveir sneru spilinu.
Svo var skipt afla í fimm hluta, einn fyrir bátinn, og ég hélt
heim með minn hlut, þegar ég hafði þegið góðgerðir heima á
bænum en því gleymdu þeir feðgar aldrei.
Ævintýraljómi er enn yfir sjóferðum þessum og ekki síst þeirri
erfiðustu, þegar stormur og moldhríð skall á okkur fyrirvara-
laust, þar sem við vorum að draga út í fjarðarkjafti frostharðan
febrúarmorgun. Þá settist Guðjón við stýri og lét setja upp
fokkuna, en við þrír hömuðumst við að ausa og höfðum vart
undan, og sáum ekkert annað en hríð allt í kringum bátinn.
A
104