Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 115
Guðmundur G. Jónsson.
Munaðamesi:
Erfið
vetrarferð
Það mun hafa verið veturinn 1968, að ferð sú var farin, sem
hér verður skráð. En ferð þessi átti sér sögulegan aðdraganda,
sem ég ætla að rekja nokkuð, þó ég viti að sú frásögn geti ekki
verið alveg nákvæm enda var ég ekki þátttakandi í þeirri ferð, en
var þó dálitið viðriðinn hana. Það mun hafa verið árið 1966 að
Kristinn Jónsson bóndi að Dröngum í Árneshreppi fluttist það-
an að Melum hér sunnar í hreppnum. Þegar hann fór frá
Dröngum átti hann um tvöhundruð fjár, en slátraði meira en
helming af því þegar hann flutti. Nú fór það svo, að árið eftir
leituðu nokkrar ær norðureftir sennilega alla leið norður að
Dröngum að talið var. Af ýmsum ástæðum dróst að farið væri
norður að huga að þeim, og var komið fram yfir tuttugasta
nóvember þegar þeir Kristinn Jónsson og Magnús Jakobsson í
Ingólfsfirði fóru norður á trillubát, sem Kristinn átti. Eftir að
þeir fóru vissi enginn um þeirra ferðir næstu daga, en þar sem
veður var gott, var ekki undrast um þá. En eftir fjóra daga frá
brottför þeirra koma boð í gegnum síma frá loftskeytastöðinni á
Siglufirði, að þeir Kristinn og Magnús hafi náð sambandi við
Siglufjörð um talstöð, sem var á Dröngum. I þessum boðum frá
o
113