Strandapósturinn - 01.06.1980, Side 118
sundur. Vorum við nú illa staddir því engin áhöld höfðum við til
að koma saman rörinu. Þá fann Magnús plaströrbút en vegna
frostsins var ekki hægt að koma honum upp á rörið. Þegar við
fórum úr bænum var Magnús svo fyrirhyggjusamur að setja
heitt vatn á kaffibrúsa. Nú kom það sér vel, því nú gátum við
linað plaströrið í heita vatninu og komið rörinu saman. Fór vélin
nú í gang og héldum við heim á leið. Fórum við fyrst að Mun-
aðarnesi. Síðan fóru þeir Kristinn og Magnús á trillunni inn í
Ingólfsfjörð, og settu hana þar upp. Seinna um veturinn kom
snjóflóð á trilluna þar sem hún stóð og gjöreyðilagði hana. Það
hefði þá verið betra eftir alltsaman að geyma hana í Drangavík.
En það er nú auðvelt að vera vitur eftir á.
Nú líður nokkur tími eða fram yfir hátíðar. Vildi Kristinn þá
fara að huga að kindunum, sem enn voru fyrir norðan. Varð að
ráði að undirritaður og Guðmundur Jónsson í Stóru-Ávík færu
með honum norður. Mikil ótíð hafði verið síðan í nóvember og
var enn. Dróst því að við færum. Var komið fram í byrjun
febrúar þegar við fórum. Við ákváðum að fara í fyrsta áfanga í
Ófeigsfjörð og gista þar. Ófeigsfjörður var þá í eyði. Guðmundur
og Kristinn fóru gangandi kringum Ingólfsfjörð, en ég var fluttur
á bát yfir að Seljanesi og gekk svo þaðan og var kominn löngu á
undan þeim í Ófeigsfjörð. Það er óþarfi að láta sér líða illa í
Ófeigsfirði, því þar er nóg til af öllu. Er þar svo vel frá gengið af
fólkinu, sem á jörðina og er þar á sumrin, að til fyrirmyndar er.
Nóg af mat og öðrum nauðsynjum.
Þegar ég kveikti upp í eldavélinni, þá brá svo við að reykurinn
vildi ekki fara upp um reykháfinn, heldur kom allur út úr vélinni
og fylltist bærinn af reyk og varð ég að flýja út. Leist mér hreint
ekki á blikuna. En skyndilega tók vélin að trekkja, lagaðist þá allt
saman og reykurinn hvarf. Ástæðan fyrir þessu hefur líklega
verið sú, að snjór hafi verið fyrir opi reykháfsins, en hafi svo
þiðnað.
Kristinn og Guðmundur komu ekki fyrr en í myrkri. Ekki var
mér nú vel rótt meðan ég beið þeirra. Setur að manni allskonar
hugsanir, og þarf maður ekki annað en heyra þrusk í mús til þess
að maður hrökkvi við, og dettur þá margt í hug. En sem betur fór
116