Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 119
komu þeir nú loksins. Við gerðum okkur ýmislegt til dundurs um
kvöldið. Spil fundum við þama og tókum eitt spil, þá gafst
Kristinn upp á því. Hann hefur víst aldrei haft áhuga á þeirri
íþrótt. Hann fann aftur á móti bók, enda mesti bókaormur verið
alla tíð frá því hann lærði að lesa og er stórfróður um marga
hluti. Ekki man ég hvað sú bók hét, en ég man að hún var þykk.
Kristinn sá því fram á, að hún yrði ekki lesin á einu kvöldi, svo
hann byrjaði á miðjunni og hugðist lesa til enda. Við nafni
héldum okkur við spilin nokkra stund en fengum svo leið á þeim
líka. Tókum við þá að ræða ýmis vandamál. Kristinn gaf sig lítt
að umræðum okkar, enda djúpt sokkin í bókina. Fórum við þá að
ræða ástarmál og önnur þau efni, sem skyld eru þeim málaflokki.
Þá lagði Kristinn frá sér bókina og blandaði sér í umræðuna,
enda taldi hann eins og rétt var, að hann hefði meiri reynslu og
vit á þeim hlutum en við. Morguninn eftir lögðum við snemma
af stað í góðu veðri. Mikið harðfenni var á jörð, og erfitt að fóta
sig á hjarninu. Okkur sóttist þó vel norðureftir. Þegar við kom-
um í Hrúteyjarnes fengum við okkur kaffi, sem við höfðum sett á
brúsa í Ófeigsfirði. Þar sem við sátum og sötruðum kaffið tekur
Kristinn að þefa út í loftið, og upp í vindinn. Við vildum nú vita,
hvað þetta ætti að þýða, að vera með svona kúnstir út á víða-
vangi. Hann sagðist finna lykt af tófu. Og sagðist oft hafa fundið
tófulykt á ferðum sínum um þessar slóðir áður. Okkur fannst
mikið um þennan hæfileika Kristins, en það var sama þó við
legðum okkur alla fram, enga fundum við lyktina. Að vísu vildi
nafni minn halda því fram, að ekki væri von að ég fyndi lykt, því
ég hefði verið nýbúinn að taka í nefið. Héldum við nú sem leið
liggur inn með Eyvindarfirði um svokallaða Þingeyrarbása.
Þingeyrarkirkja mun einhverntíma hafa átt þar rekann.
Eyvindarfjarðará skilur lönd Ófeigsfjarðar og Drangavíkur.
Skammt út með firðinum er Engjanes; þar áðum við góða stund.
Oft er töluverður slæðingur af tófu á þessum slóðum, og er við
komum þar sem Viðbjarnarnaust heita, skaust tófa upp úr fjör-
unni, en við tókum of seint eftir henni, og komst hún upp í fjall
og var þar með sloppin. Klukkan tvö komum við svo í Dranga-
vík. Þar sáum við för eftir kindur. Gengum við þá norður fyrir
117