Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 123
sóttist hægt ferðin, en kindurnar voru þægar og reyndu ekki að
hlaupa upp úr fjörunni.
Þegar Kristinn náði okkur, segir hann, að maður hafi gengið
með okkur Guðmundi á eftir kindunum og sagðist hafa séð hann
lengi, eða allt þar til hann var alveg kominn að okkur, en þá hafi
hann horfið. Sagði hann að maðurinn hafi alltaf verið við hliðina
á okkur, og sést mjög greinilega. Ekki urðum við nafni varir við
neitt. En okkur kom saman um, að vel hafði verið brugðist við
áheiti okkar frá því um morguninn.
Okkur gekk vel inn í Drangavík, og rákum kindurnar inn fyrir
bæinn til hinna kindanna, sem þar voru. Fórum við síðan í
bæinn, hituðum upp og létum fara vel um okkur.
Um nóttina gerði vestan rok og bleytu, en frysti undir morg-
uninn. Var gangfærið mjög slæmt, komin skel ofan á hjarnið og
gekk kindunum mjög illa að fóta sig á skelinni. Runnu þær oft
niður í fjöru, og gekk því mjög seint að komast áfram.
I Ófeigsfjörð komumst við þó í rökkurbyrjun. Létum við
kindurnar þar inn og gáfum þeim töðu sem þar var. En svo
undarlega brá við að þær litu ekki við töðunni. Daginn eftir
komumst við heim. Mér fannst þessi ferð og aðdragandi hennar
það eftirminnileg að ég skrifaði hana niður nokkrum árum síðar.
121