Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 147
Guðmundur Pétursson bóndi
í Ofeigsfirði, Strandasýslu:
Bernsku-
minningar
Ég, Guðmundur Pétursson bóndi í Ófeigsfirði, er fæddur að
Melum í Árneshreppi 6. jan. 1853. Foreldrar mínir voru Pétur
Magnússon bóndi á Dröngum, Guðmundssonar á Finnboga-
stöðum og kona hans Fíallfríður Jónsdóttir Guðmundssonar
bónda á Melum í sömu sveit. Móðir föður míns, kona Magnúsar,
var Guðrún Jónsdóttir, ættuð úr Þingeyjarsýslu, en fluttist
hingað úr Húnavatnssýslu. Móðir Ffallfríðar, konu Jóns Guð-
mundssonar, vur Steinunn Ólafsdóttir bónda á Eyri í Ingólfs-
firði, Andréssonar.
Þegar ég man fyrst til mín var ég á Krossnesi hjá fósturfor-
eldrum mínum, Guðmundi albróður móður minnar og Guðrúnu
Sigmundsdóttur konu hans, ættaðri undan Jökli, sem hér var
kallað, þ.e. úr Snæfellsnessýslu. Hún hafði fluttst hingaö að
sunnan með þeim hjónum séra Sveinbirni Eyjólfssyni og Guð-
rúnu Ólafsdóttur. Hún var talin kona vel verki farin en mjög
heilsuveil og óhraust að líkamsburðum. Hún var guðhrædd
kona og góð í sér, og reyndist mér sem besta móðir. Fóstri minn
var mesti atorkumaður til sjós og lands, talinn góður smiður á tré
og járn eftir því sem hér tíðkaðist þá. Var hann mér sem besti
10
145