Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 149

Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 149
ísalög og harðindi, sem ollu því að mikið féll af búpeningi, því þá var ekki þekkt að bæta hröktu heyin með lýsisgjöf eða annarri fóðurbót. Ég man felliveturinn árið 1860. Þá var afar vondur vetur eftir óþurrka sumar og mátti heita að sumir gjörfelldu skepnur sínar. Fóstri minn skar þá niður alla gemlingana á einmánuði og fola á þriðja ári, sem mér hafði verið eignaður. Þá drapst líka ær, sem hann var búinn að gefa mér. Var víst margt af ám, sem drapst þetta vor, þó ég muni ekki nú hve margar þær voru. Eftir þetta fellivor hafa víst komið nokkur sæmileg ár, því árið 1866, þegar Kambshvalirnir komu, voru skepnur flestar hjá fóstra mínum. Þá var eitt mikla ísaárið en ekki nærri eins mikill snjóavetur og 1860, enda var féð þá ekki skorið niður vegna heyleysis, en slæm voru lambahöldin, því seint voraði. Eftir 1866 gekk í garð harðinda tímabil, ísalög ár eftir ár allt til 1870, og voru þá víst, sum vorin, margir svangir þar eð afli brást alveg suma veturna og vorin vegna ísalaga. Varð því tíðum mikili lambadauði og þá lítill arður af þessum fáu skepnum, er menn áttu. Upp úr 1860 urðu ábúendaskipti á fjórðupörtunum á Kross- nesi. Jóhann og Magnús fluttu burtu, en í þeirra stað komu þeir Bóas Jónsson og kona hans Ríkey Eiríksdóttir á Jóhanns part, en Jón Jónsson og Sumarliði Jónasson á part Magnúsar, svo það urðu þá um nokkur ár tveir bændur á '/4 jarðarinnar, eða þar til Sumarliði varð að gefast upp vegna fátæktar. Þá fékk fóstri minn þau 3 hundruð, er Sumarliði hafði búið á og bjó nú nokkur ár á 15 hundruðum jarðarinnar, eða þar til að hann andaðist að- faranótt hvítasunnudags 1868. Jón Jónsson, smiður, átti tvö börn, sem ég ólst upp með, og var Olafur sonur hans jafnaldri minn. Bóas átti einnig börn, þar á meðal son, er Jóhannes hét. Var hann einnig á aldur við mig. Fóstri minn átti tvo drengi, Guðmund og Harald, en þeir voru mikið yngri en við, svo við jafnaldrarnir lékum okkur mest sam- an, bæði á skíðum og að ýmsu öðru, en við höfðum gaman af, svo sem að sigla barnabátum og útbúa þá til hákarlaróðra, sem við kölluðum. Smíðuðum við þá einnig smákassa, er áttu að vera matarkassar eða koffort skipverja, en þeir voru reyndar illa 147
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.