Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 149
ísalög og harðindi, sem ollu því að mikið féll af búpeningi, því þá
var ekki þekkt að bæta hröktu heyin með lýsisgjöf eða annarri
fóðurbót. Ég man felliveturinn árið 1860. Þá var afar vondur
vetur eftir óþurrka sumar og mátti heita að sumir gjörfelldu
skepnur sínar. Fóstri minn skar þá niður alla gemlingana á
einmánuði og fola á þriðja ári, sem mér hafði verið eignaður. Þá
drapst líka ær, sem hann var búinn að gefa mér. Var víst margt
af ám, sem drapst þetta vor, þó ég muni ekki nú hve margar þær
voru. Eftir þetta fellivor hafa víst komið nokkur sæmileg ár, því
árið 1866, þegar Kambshvalirnir komu, voru skepnur flestar hjá
fóstra mínum. Þá var eitt mikla ísaárið en ekki nærri eins mikill
snjóavetur og 1860, enda var féð þá ekki skorið niður vegna
heyleysis, en slæm voru lambahöldin, því seint voraði. Eftir 1866
gekk í garð harðinda tímabil, ísalög ár eftir ár allt til 1870, og
voru þá víst, sum vorin, margir svangir þar eð afli brást alveg
suma veturna og vorin vegna ísalaga. Varð því tíðum mikili
lambadauði og þá lítill arður af þessum fáu skepnum, er menn
áttu.
Upp úr 1860 urðu ábúendaskipti á fjórðupörtunum á Kross-
nesi. Jóhann og Magnús fluttu burtu, en í þeirra stað komu þeir
Bóas Jónsson og kona hans Ríkey Eiríksdóttir á Jóhanns part, en
Jón Jónsson og Sumarliði Jónasson á part Magnúsar, svo það
urðu þá um nokkur ár tveir bændur á '/4 jarðarinnar, eða þar til
Sumarliði varð að gefast upp vegna fátæktar. Þá fékk fóstri minn
þau 3 hundruð, er Sumarliði hafði búið á og bjó nú nokkur ár á
15 hundruðum jarðarinnar, eða þar til að hann andaðist að-
faranótt hvítasunnudags 1868.
Jón Jónsson, smiður, átti tvö börn, sem ég ólst upp með, og var
Olafur sonur hans jafnaldri minn. Bóas átti einnig börn, þar á
meðal son, er Jóhannes hét. Var hann einnig á aldur við mig.
Fóstri minn átti tvo drengi, Guðmund og Harald, en þeir voru
mikið yngri en við, svo við jafnaldrarnir lékum okkur mest sam-
an, bæði á skíðum og að ýmsu öðru, en við höfðum gaman af, svo
sem að sigla barnabátum og útbúa þá til hákarlaróðra, sem við
kölluðum. Smíðuðum við þá einnig smákassa, er áttu að vera
matarkassar eða koffort skipverja, en þeir voru reyndar illa
147