Strandapósturinn - 01.06.1980, Qupperneq 150
tálgaðir tréstrákar, sem við gátum látið standa í bátunum með
því að stinga saumnálabrotum upp í iljarnar á þeim.
A þessum árum voru stundaðar hákarlaveiðar héðan úr
hreppnum frá eftirtöldum bæjum: Munaðarnesi, stór sexæring-
ur, er bar ásamt útbúnaði 15 tunnur af lifur. Það skip átti
bóndinn þar, Guðmundur Benónýsson, og var hann sjálfur for-
maður þess. Dagur Sveinsson var þá bóndi á Felli og átti sex-
æring, er Hrólfur hét. Formaður á honum var Bóas bóndi á
Krossnesi. Fóstri minn átti lítinn áttæring, sem mun hafa borið
um 20 tunnur lifrar, en ekki man ég til þess, að hann hafi fengið
hann hlaðinn af lifur. Fóstri minn og Dagur höfðu uppsátur í
Látrunum, sem svo eru kölluð, en þau eru inn með Norðurfirði
að norðanverðu. Fjórða skipið átti Jón afi minn á Melum. For-
maður á því var Jón sonur hans og móðurbróðir minn, þá til
heimilis á Eyri við Ingólfsfjörð. Þetta skip var sexæringur, og var
Jón talinn ágætur sjómaður og heppinn aflamaður. Frá Finn-
bogastöðum gengu tvö skip. Benedikt Sæmundsson átti bæði
sexæring og áttæring og reri sexæringnum á vetrum þar til
skurðarróðrar hófust en áttæringnum úr því. Guðmundur
Magnússon, föðurbróðir minn, var þá húsmaður hjá móður sinni
á Finnbogastöðum. Hann átti sexæring, er hann var formaður á
og heppnaðist honum vel. Árið 1867—8 smíðaði hann, eða lét
smíða, lítinn áttæring, sem hann stjórnaði síðan í mörg ár, eða til
1890, er sonur hans, Guðmundur, tók við formennskunni og
lánaðist honum einnig vel formennskan. Árin 1870—80 munu
einna flest skip hafa gengið til hákarlaveiða héðan úr hreppnum.
Veturinn 1869, er ég reri fyrst til hákarls, voru tveir sérstaklega
ötulir formenn, báðir í fyrsta sinn með skip. Þetta voru þeir Jón
Pétursson, elsti bróðir minn, sem var með sexæring, er faðir minn
átti, og Gunnlaugur nokkur. Húnvetningur, er var formaður
fyrir Dag Sveinsson, er þá var fluttur frá Felli, að Bæ í Tré-
kyllisvík. Hafði hann uppsátur í Oddanum í Árnesi, en Jón á
Finnbogastöðum. Þá var ekki nema eitt skip frá Munaðarnesi,
eitt frá Krossnesi og eitt frá Melum.
Skulu þá talin skip, er gengu frá Gjögri, eftir röð búðanna þar:
Yst var Kleifabúðin. Þar höfðu aðsetur skipverjar af áttæringn-
148