Strandapósturinn - 01.06.1980, Side 151
um Skrauta, eign Torfa Einarssonar á Kleifum. Formaður á
honum var Einar Einarsson. Þá var Hellubúðin, en þar voru
skipverjar af teinæringi Jóns Guðmundssonar á Hellu, og for-
maður þar Jón, kallaður „bassi“. Næst kom Bæjarbúðin, en í
henni bjó skipshöfn áttærings frá Bæ á Selströnd, en formaður
Þórður nokkur, er síðar var lengi á Hamri. Þá næst Reykjanes-
búðin, og voru þar menn af tveimur skipum, áttæringum, er
Sigurður bóndi á Reykjanesi átti. Formenn voru Ólafur frá
Sunndal og Pétur Jónsson, er lengi var í Tröllatungu en síðan
flutti á Gjögur. Þá var Húsavíkurbúðin. Þar voru menn af
áttæringi, er Hraðfari hét, en formaður nefndist Sigurður. Þær
búðir, sem nú hafa verið taldar, voru allar fyrir utan bæjarhúsin
á Gjögri. Innan við þau var fyrst Félagsbúðin, og hafði þar
aðsetur skipshöfnin af Félagsskipinu, er svo var nefnt. Það var
eitt stærsta skipið, teinæringur, er bar um 50 tunnur lifrar. Var
það þá orðið eign J.J. Thorarensen kaupmanns á Reykjarfirði.
Formaður þess var Einar Magnússon. Að vestan við þessa búð
stóð Nesbúðin. Þar voru menn af Svaninum frá Kaldrananesi.
Formaður á honum var Jón Pálsson frá Kleifum í Kaldbaksvík.
Næst var Broddanesbúðin, sem níu menn af Broddanesskipinu
bjuggu í. Formaður á því var Símon Pétursson. Þar nærri var svo
Fellsbúðin. Þar voru menn af áttæringi frá Felli í Kollafirði og
var formaður á honum Jón bóndi í Steinadal. Þá var verbúðin
Ræpa, en í henni voru menn af skipi Jóns Gíslasonar, en hann
var þá fluttur frá Munaðarnesi og að Krossnesi. Formaður á
skipinu var Jón Bjarnason í Kaldbaksvík. Þar voru einnig ein-
hverjir af áttæringnum Hallvarði, er Björn Guðmundsson átti
þá, eða um það leyti, bóndi í Guðlaugsvík en síðar á Kárastöðum
á Vatnsnesi. Formaður á skipi Björns var Kristján ívarsson.
Innst stóð svo búðin Babýlon. Var hún ein stærsta búðin og
höfðu aðsetur þar menn af tveimur áttæringum. Var annar
þeirra frá Bjamamesi og formaður á honum Guðmundur
Bjömsson s.st., en hinn áttæringinn átti J.J. Thorarensen og var
það skip kallað Bræðraskip. Formaður á því var Guðmundur
Sakaríasson frá Þorpum við Steingrímsfjörð.
Eru þá talin þau skip, er gengu frá Gjögri um 1869, 14 að tölu,
149