Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 153

Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 153
átti bátinn. Hásetar voru vinnumaður fóstra míns, ég og vinnu- kona frá Felli, er Steinunn hét. Þar eð þetta var fyrsta ferð mín undir Horn, eins og hér var kallað, verð ég að geta sérstaklega eins atviks, er kom fyrir mig í þessari ferð. Eftir hvítasunnuhretið fórum við á sjó út með Hælavíkurbjargi, en þar var fátt um fisk og bað ég því formanninn að lofa mér að skreppa í land undir bjarginu, því ég þóttist vita, að mikið væri af dauðum fugli þar, en hann kvað ofanfall mikið því leysing væri í bjarginu og mætti búast við stórskriðum á hverri stundu. Eg var nú ekki trúaður á það og þrábað hann um að hleypa mér í land. Lét hann loks tilleiðast og lenti með mig í svonefndri Stapabót. Gekk ég þar í land, en báturinn hélt aftur frá landi. Fór ég nú að tína saman dauða fuglinn og hafði fljótlega hirt 20—30 fugla, er ég allt í einu heyri hvin mikinn í lofti. Varð mér þá litið upp og sá að loftið yfir mér var svart af fugli og grjótflugi úr bjarginu. Ekkert afdrep var þarna nærri til að hlaupa í nema einn steinn, tæpast axlarhár, sem hallaðist nokkuð framyfir sig til sjávar. Stökk ég í ofboði þangað og þrýsti mér sem fastast inn undir steininn. Dundi nú grjótið niður í kringum mig og sumt langt út i sjó. Bráðlega linnti þó grjóthruninu og fór ég að reyna að hreyfa mig, en þá var smágrjót og leir fallið svo að mér og ofan á mig, að ég gat lítið hreyft mig, en þegar ég hafði losað lítið eitt um mig dundi önnur skriða niður þarna á sama stað og engu minni. Þegar hún var um garð gengin gat ég loks, með erfiðismunum, losað mig úr grjót- mulningnum og leimum, er hlaðist hafði að mér og yfir mig, og stóð nú upp alveg óskaddaður. Þetta hefi ég æ síðan kallað Guðs kraftaverk, enda sögðu þeir, sem í bátnum voru, að þeim hefði ekki til hugar komið, að þeim auðnaðist að finna mig dauðan, hvað þá lifandi og að öllu óskemmdan, þvi allir klettar í fjörunni voru gjörsamlega kaffærðir undir skriðunni nema þessi eini steinn, sem ég hafði hniprað mig undir. I þessu grjóthruni hafði farist mikið af svartfugli og ætlaði ég að hirða eitthvað af honum, en formaður minn skipaði mér þá, hörðum orðum, að flýta mér út í bátinn. Eg gat þó kippt með mér 10 fuglum, 5 í hvorri hendi. Eftir þetta lofaði Bóas mér aldrei í land undir bjarginu, en hann lofaði mér þó, þetta sama vor, að síga í bjargið eftir eggjum. 151
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.