Strandapósturinn - 01.06.1980, Blaðsíða 155
minn hluti fengist greiddur, svo og þeirra bræðranna. Nákvæm
skipti voru þó aldrei framkvæmd, en samkvæmt því, sem J.J.
Thorarensen sagði mér, átti minn hluti að nema 70 dölum, en
hver hluti þeirra bræðranna dálítið meiru, en aldrei voru mér né
þeim bræðrunum sýnd nein skilríki fyrir þessum skiptum.
Þetta uppboð var allt um garð gengið, þegar við komum heim
úr Hornferð okkar, sem fyrr var að vikið. Fóstra mín átti nú ekki
nema eitt hross eftir en engjavegur langur og erfiður, og varð því
að fá lánaða hesta er þurfti að reiða heim heyið af engjunum.
Heyfengur varð nú fremur lítill, enda skarð fyrir skildi, er fóstri
minn var frá fallinn, en hann var mikill dugnaðarmaður, en
vinnumaður fóstru minnar tæpast meðalmaður til vinnu. Var
nú reynt að róa til fiskjar þegar veður gafst, en oftast var aflinn
lítill, því svo mátti heita, að fisklaust væri allt til hausts, að
dálítið fór að aflast. Kaupstaðarinnlegg varð því lítið, því ofan á
allt annað hafði hákarslafli að mestu brugðist þetta síðasta ár,
sem fóstri minn lifði og varð ekki nema rúmlega V2 tunna lýsis í
hlut, en hlutir fóstra míns voru 4. Svo var það ullin, sem var mjög
lítil, eins og gefur að skilja, því féð var fátt. Önnur var kaup-
staðarvaran ekki og gat því úttekt í verslun ekki orðið mikil. Var
því fyrirsjáanlegur sultur næsta vetur, sem og varð. Ég og
vinnumaðurinn rérum frá Gjögri um haustið á báti, er við feng-
um lánaðan. Afli var rýr, rúmlega 200 í hlut og allt talið. Fisk-
urinn svo smár, að báðir hlutirnir urðu ekki nema um 3 vættir af
harðfiski. (Vætt = 40 kg.) Ráðamaður fóstru minnar réði henni
til að vista ekki fólkið til næsta árs, en sleppa heldur hálfri
jörðinni ásamt 10 leiguám til eiganda jarðarinnar, Jóns Gísla-
sonar á Munaðarnesi, sem þá ætlaði að fara að kvænast og hefja
búskap. Ráðlagði hann fóstru minni einnig að búa áfram á þrem
hundruðum jarðarinnar, er aðrir áttu í ábúð fóstra míns sálaða
og var það afráðið.
Ég var nú eins og hver annar unglingur, 15 ára gamall, fremur
smávaxinn og lítt þroskaður. Þó hafði mér verið lofað því, að ég
skyldi fá að róa hákarlaróðra næsta vetur, sem ég hlakkaði mikið
til, því að ég var ósjóveikur. Hafði oft horft á skipin sigla fram til
miðanna og frá þeim til lands, ósjaldan í sterku leiði svo að
153