Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 157
Ragnheiður Jónsdóttir
frá Broddadalsá:
Engja-
heyskapur á
Broddadal
Ég ætla að halda áfram (sjá Strandapóst 11. árg.) að lýsa
heyskap eins og hann gerðist í minu ungdæmi heima á Brodda-
dalsá áður en vélar komu til sögu.
Það er mánudagur. Allir eru að búa sig undir að flytja á dalinn
(sem svo var kallað). Þar átti að heyja og liggja við tjald og ekki
koma heim fyrr en að viku liðinni, það þarf því að hyggja að
mörgu, hestar voru reknir heim og járnaðir, reiðingar, sem áður
var búið að athuga og gera við bíða, nýjar dýnur, álög, gjarðir
endurbættar og móttök sett í klifberana, allt verður að vera vel
gert og traust svo ekki bili og sem best fari á hestunum og varast
að þeir ekki meiðist eða særist undan reiðing, það þykir ekki
mannsæmandi að nota meidda hesta og engan hest má missa frá
starfi. Orf og hrífur þarf að lagfæra, reipi athuguð nýir silar og
hagldir sett á, ljáir lagðir á, sem sagt, allt verður að vera svo vel
útbúið sem kostur er á.
Heima á bænum er líka mikið að starfa, rúmfatnaður, sængur,
koddar og ábreiður er sett í poka og bundið fyrir. Allur matur
sem hægt er að geyma svo sem súrmatur og slátur er látið í fötur,
ein undir hræring eða skyr, einnig eru selfata og kofnafata með
155