Strandapósturinn - 01.06.1980, Blaðsíða 158
_ og svo harðfiskur eða steinbítur, kaffi, sykur, brauð, smjör, eld-
spýtur, steinolía og prímus, sem sagt allt sem þurfti að hafa í
útilegu í gamla daga, ennfremur mjólkurílát, bollapör, diska,
skálar, skeiðar og hnífa, þetta varð allt að vera tilbúið þegar
karlmennirnir voru búnir að leggja á hestana og komnir með þá
heim á hlað, þá er allt draslið borið út og bundið á hestana, var
það vandasamt verk, ekki mátti neitt losna úr böndum þá gat
allt farið niður og eyðilagst.
Þegar komið var fram á dalinn var byrjað að slá og raka og ein
ferð send heim, var tekið til starfa af kappi því nokkuð er liðið á
daginn og löng lestaferð heim, tveir karlmenn voru við slátt, en
stúlka rakaði, setti hún föngin á reipin, þau voru þannig lögð
niður að stúlkan hélt reipinu í hægri hendi gerði það upp í lykkju
og kastaði lykkjunni síðan beint út frá sér og lagði reipið niður,
lagaði bilið á milli mátulega breitt fyrir fangið, ef brekka var þá
voru reiptöglin venjulega lögð upp á móti brekkunni, eins ef
vindur var að ráði voru þau lögð á móti vindi þá var þægilegra
fyrir bindingamanninn að binda.
Þegar reipið var komið á sinn stað i slægjunni byrjaði stúlkan
að mynda sátuna, fyrsta fangið var sett við hagldirnar, annað
fangið fyrir aftan og það þriðja ofan á milli þeirra síðan hvert af
öðru, þar til sátan var orðin mátulega stór, reynt var að hafa
föngin sem jöfnust að þyngd svo sáturnar yrðu jafn þungar.
Þegar búið var að raka og setja nokkrar sátur kom annar
sláttumaðurinn til að binda. Aldrei var stúlka með í bandinu.
„Ég held að piltunum okkar hefði fundist þær vera fyrir og
tefja“, en vel var bundið og ekki man ég eftir að hey færi úr
böndum þótt langt væri að fara og oft margir hestar í lest, oftast
7 til 8 eftir því hvað framarlega var verið á dalnum, eða ef allir
fylgdust að af öllum búunum sem stundum kom fyrir gátu
áburðarhestarnir orðið um 20 talsins.
Þegar lokið var að heyja á hestana og meðferðarmaðurinn,
sem oftast var unglingur eða jafnvel barn, var farinn heim var
farið heim að tjaldstæði sem oftast var i skjólbrekku við læk,
tjaldið sett upp og þar matast enda allir orðnir vel matlystugir
því langt var síðan borðað var síðast, oftast var haft kaffi eftir
156