Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 30

Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 30
Gerðum við okkur þá dagamun í mat og meðlæti sem ekki varð við komið á engjum. Steiktum við þá silung eða höfðum sil- ungssúpu. Hvort heldur sem var bragðaðist það vel. Kjöt sást ekki öllum sumrum nema ef lumað var á hangikjöti, sem gripið var til, þegar óvænta næturgesti bar að garði. Tíminn leið furðu fljótt þar til mamma kom heim, færandi hendi. Ingvar var verkstjóri hjá Edenborgarverslun og taldist fremur vel stæður. Þau vænu hjón, Sigurlaug Arnadóttir og hann, sendu okkur öllum gjafir sem bæði voru til nytsemdar og gleði. Mest um vert var þá að móðir okkar hresstist verulega við tilbreytnina, enda var sá tilgangur vina hennar og velunnara. Engin tök voru á að fá kaupamann, þó ekki hefði verið nema vikutíma. Aftur á móti var það einn morgun í hæglátu veðri, en súld, að Ingimundur Grímsson, (þá húsmaður á Kúvíkum), kvaddi dyra og kvaðst kominn til að slá þann dag. Má geta sér til hvað slíkt var vel þegið. Þarna stóð þrennt við slátt, allan daginn, svo ljá var nokkur að kveldi. Venja var að slá á harðvelli, þegar rekja var, sem og nú var gert. Hækkaði að mun í heystæðum þegar það komst inn. Ekki tók fyrrnefndur maður neitt fyrir hjálpina. Vonum framar heyjaðist þetta sumar og kindum fækkaði ekki. Gömul hryssa var seld til Akureyrar í hákarlabeitu og annarri kúnni var slátrað, hana átti að fella aldurs vegna. Snemmbær kvíga kom í hennar stað. Afi hélt vel á heyjum og fóðraði síst verr en þá gerðist. Alltaf var margt tvílembt, aðallega þær ær sem gengu á beitarhúsinu, það kom vart fyrir að lamb færi undan nokkurri þeirra, enda litu þær út úr húsi eftir eigin geðþótta og virtust hafa gott af sjálfræðinu. Haustverk voru þau sömu og vanalega að öðru en því að ekki var komist á sjó og gerði það skarð í matarforða. Að öllu héldust sömu gestakomur. Bær- inn var þannig í sveit settur að gistingar voru tíðar, þeirra sem um heiðina fóru. Margir koma mér í hug sem vert væri að geta, þó því verði ekki við komið. Meðan amma lifði komu oft rosknar konur að heimsækja hana. Hún hafði setið yfir mörgum konum á löngum starfsferli sínum eða á annan hátt deilt kjörum með þeim sem heilsuleysi, 28
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.