Strandapósturinn - 01.06.1984, Síða 152
ætluðum við svo að leggja á stað pabbi minn og ég, því Rúni
bróðir minn var farinn nokkru áður, annars var hann búinn að
vera fyrir vestan í Bolungarvík að vetrinum eitthvað áður, fór
eftir haustróðra hér, en vetrarvertíð var kallað í gamla daga frá
nýári til páska, eftir það vorvertíð. Pabbi minn réri fjöldamargar
vetrarvertíðir í Bolungarvík þegar hann var ungur maður og
fleiri héðan að norðan. Þegar pabbi fór á stað á annandags-
morgun þá ætlaði mamma mín og Eyja systir með honum upp
að Heiðarbæ til að kveðja mig, það var svo ráð fyrir gert. En
þegar þau komu inn að Miðdalsá sem þá var óbrúuð þá fóru þær
ekki lengra, því áin var svo slæm yfirferðar og viðbúið að hún
myndi vaxa um daginn því það var komin asahláka. Mér fannst
það leitt að geta ekki kvatt mömmu og Eyju systur en það varð
svo að vera. Það var verra að fá asahláku í svona ferðalögum en
þó að væri frost og bylur því allar ár varð að vaða, þá var aðeins
komin brú á Víðidalsá af þeim ám sem við þurftum að fara yfir
alla leiðina í Staðardal, en þangað var ferðinni heitið fyrsta
daginn. Þetta var svo sem ekkert sögulegt ferðalag en slæmt að
þurfa að vaða árnar.
Arnar voru svo sem ekkert sérstaklega miklar nema ég man að
Staðará var orðin nokkuð mikil ofan á ísnum og hefur þar þurft ,
að hafa aðgæslu. Ég þykist vita það af því að þegar við komum á
móts við Kirkjuból í Staðardal, kom Magnús Sveinsson sem þar
bjó, á móti okkur yfir ána til að leiðbeina hvar best væri að fara
svo þetta gekk nú allt vel. Við pabbi gistum að Kirkjubóli um
nóttina því þetta voru góðkunningjar hans, enda orðinn kunn-
ugur á þessum slóðum vestur að Djúpi eftir marga áratugi aftur
og fram í verið og úr veri. Hvort fleiri hafa verið þarna aðkom-
andi þessa nótt man ég ekki þó það sé mjög líklegt. Menn fengu
sér gistingu á bæjunum í dalnum eins og líklegt er, og þótti alltaf
gott að geta verið sem næst heiðinni. Eftir að við komum að
Hólmavík fór að fjölga mönnum sem ætluðu vestur að Djúpi. Ég
man að mér þótti gott að hvíla mig eftir erfiði dagsins, bleytu-
vaslið og labbið, en byrði hafði ég litla enda ekki mikill garpur til
þess. Allir báru nú eitthvað en frekar lítið, það var annað en áður
fyrr, þegar menn þurftu að hafa allt með sér sem þeir þurftu að
150