Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 97
enda frá aungvu að hverfa. Systurnar burtfluttar og sonurinn
dáinn. Til Hólmavíkur lá leiðin, þar sem þau lifðu sín síðustu ár.
Eitt sinn brosti lífið við þessum hjónum. Þau eignuðust jörð,
gott bú og voru talin vel bjargálna. Eignuðust þrjú mannvænleg
börn, vel af guði gerð og falleg. En lífið er á stundum fallvalt, ef
ekki beinlínis ranglátt, þá góðir eiga í hlut. Tvö ein lifðu þau
seinustu æfiárin með brostnar vonir um endurnýjun-sína í
bændastétt.
Kannski hefur verið mesti harmurinn að fá aldrei að hossa
barnabarni eða leiða um lífsins grundir, og vera um leið þess
meðvitandi að ættarmeiðurinn var að renna sitt skeið, aðeins
kveðjustund eftir.
HagyrSmgur í bœndastétt
Guðjón var sem áður er getið vel hagmæltur og verður nú tínt
til það sem ég hef grafið upp hjá mönnum sem honum voru
samtíða og þær sem ég man eftir hann. Sjálfsagt hefur margt
glatast og það kemur ekki aftur og er það skaði.
Eitt sinn smíðaði Guðjón skyrgrind fyrir konu í sveitinni.
Eitthvað hefur hann ekki verið sáttur við sjálfan sig hvernig til
tókst, því miði einn var festur á grindina sem þar á stóð þessi vísa.
Skyrgrindin er sk 'ókk og Ijót,
skollans lítil prýði.
Eg á skilið skömm og blót,
skitið jyrir smíði.
Á myrkum vetrardögum þá sólargangur er stystur gerðu
krakkar sér ýmislegt til dægrastyttingar áður en ljós voru tendr-
uð í baðstofunum. Við þrír ungir strákar sem vorum á líkum
aldri reyndum að gera okkur eitthvað til dundurs meðal annars
að geta gátur. Nú kom þar niður að kvöld eitt þraut okkur gátur,
allar uppurðar sem við kunnum.
Guðjón hafði lagt sig í rökkrinu i rúm sitt en við vissum að
95