Strandapósturinn - 01.06.1984, Qupperneq 121
að kosta til þess einni krónu né neinni. Tillaga svipaðs efnis kom
fram oftar en einu sinni á kaupfélagsfundunum og vakti heitar
umræður og stundum hörkurifrildi en ætíð nokkra kátínu.
Aldrei fannst nein lausn á þessu erfiða vandamáli og hefði
vísast aldrei fundist, hefði það ekki gliðnað sundur af sjálfu sér
þann veg, að Stað- og Seldælingar eignuðust sína eigin bíla eins
og annað fólk. Steingrímur í Hólum áttaði sig einna fyrstur, varð
sér úti um jeppann Hólarauð og létti þar með hesthúsþvarginu
af fóstra sínum í eitt skipti fyrir öll.
Nú hafði „hið almenna hesthús“ misst sína síðustu formæl-
endur. Það hélt þó velli eina tvo áratugi til viðbótar.
Síðla á því árabili er haft fyrir satt, að Einar bóndi Sumar-
liðason frá Tungugröf, sem þá hafði allnokkuð umleikis, fengi
inni í hesthúsinu fyrir kýr sínar, eftir að brunnið hafði ofan af
þeim, og er það e.t.v. eina dæmið um, að klaufpeningur væri þar
hýstur.
Ekki löngu seinna, kannski þjóðhátíðarsumarið 1974, var
hesthúsið jafnað við jörðu og sandi stráð yfir grunninn. Maður,
sem vann að húsrofinu, hafði orð á því, að sér hefði þótt það
furðu sterkviðað af ekki háreistari byggingu að vera, og myndi
það hafa verið litlu nær falli en á vígsludaginn. En ætlunarverki
þess var lokið. Sjálfsagt hefði það þó fengið að standa eitthvað
lengur án sérstaks tilgangs, hefði það ekki staðið í vegi fyrir
glæstum draumi Hólmvíkinga, sem nú er víst óðfluga að rætast,
að koma sér upp opnu hreinu svæði meðfram endilangri Gor-
götunni. 1 hjarta þessa svæðis stóð hesthúsið illu heilli og hlaut
að afmást.
Næstu misserin mátti tíðum greina léttan og frjálsmannlegan
andardrátt Hólmvíkinga lausra við allt hrossafargan.
Þá verður það einhvern dag eitthvert vor eða einhvern vetur,
að hross öðlast öllum að óvörum tilverurétt í lífríkinu á ný, rétt
áður en tegundinni hafði verið útrýmt.
Kunnugleik brestur til að útlista, hvernig þessi merkilega
hugarfarsbreyting mátti verða á ekki lengri tíma, og skal engin
tilraun gerð til þess. Þróunin síðan verður einnig að liggja á milli
119