Strandapósturinn - 01.06.1984, Síða 84
fyrir botn Norðurfjarðarins. Ákváðu þau loks, að gera þar bót á,
með því að byggja brú yfir fjörðinn. Hófust þau því handa eina
nóttina og byrjuðu sitt hvorum megin fjarðarins á brúarsmíð-
inni. Ekki entist þeim þó nóttin til að ljúka því verki, eins og þau
höfðu ætlað sér, og ljómaði dagur, er þau voru enn í óðaönn við
starf sitt. Varð þeim svo mikið um að þau tóku á rás, hvort til síns
heima, en komust ekki langt, því nátttröll þola ekki sól að sjá.
Urðu þau bæði að steini, eins og enn má sjá merki um. Norðan
við Urðamesið er drangur einn mikill, og er hann leifar tröllsins,
sem heima átti í Hlíðarhúsafjallinu. Þá má og enn sjá merkin
eftir handverk þessa trölls, þar sem er Tröllahlaði í Urðunum
alllangt utan við Stórukleif, en þar hafði það byrjað brúarsmíð-
ina, þeim megin fjarðarins.
Tröllahlaði er haglega hlaðinn úr sveru stuðlabergi, svo sem
enn má glöggt sjá, og mundi enginn eftir leika, að gera slíka
hagleikssmíð.
Um hitt tröllið er það að segja, að það varð að steini í Bergis-
víkinni, Krossanesmegin fjarðarins. Er þar drangur einn all-
mikill við neðstu fjörumörk og sýnir enn ljóslega, hvað gerðist
þennan eftirminnilega morgun. Ekki voru handverk þessa trölls
lítilfjörlegri en hins, sem í Urðunum starfaði, og er Bergið augljós s
votttir þess. Bergið er afarmikill klettur og hár og gengur fram úr
bökkunum í sjó fram. Er þó hægt að ganga undir því um fjöru.
II.
Þjóðsögu þessa um tröllin, sem ætluðu að byggja brú yfir
Norðurfjörðinn, heyrði ég fullorðið fólk segja, þegar ég var að
alast upp á Steinstúni, (kringum 1924), og er mér ekki kunnugt
um að hún hafi áður verið rituð, eða komið út á prenti.
Um Tröllahlaða mætti geta þess í leiðinni, að hann er berg-
gangur afarfom, þykkur, svo nemur nokkrum metrum, hallandi
nokkuð og allhár, úr láréttu stuðlabergi, eins og algengt er með
slíkar bergmyndanir. Hann er því alls ekki ólíkur því, sem hlað-
inn hafi verið af tröllahöndum, og mun það vera kveikja þjóð-
sögunnar. Gangur þessi stendur uppi í fjöru og nær nokkuð í sjó
fram, og er andspænis Berginu hins vegar fjarðarins.
82