Strandapósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 58
þeim þá að bíða, hann ætli að reyna að svipast um og átta sig á
hvar þau væru stödd. Er hann hafði stigið þrjú til fjögur skref
hvarf hann og vissu þau strax að hann hafði hrapað fram af
klettum, en þar í brúnum eru klettahjallar háir og hættulegir.
Stóðu þau nú tvö þarna eftir og vissu ekki hvort Kjartan lægi
stórslasaður eða dauður fyrir neðan.
Nú víkur sögunni heim að Svanshóli. Veðrið hélst það sama
og áður og var fólk orðið mjög hrætt um þá er fóru að sækja
ljósmóðurina, en vonaði þó að þeir hefðu sest að á Kaldrananesi
og ekki farið lengra. Svona leið aðfangadagskvöldið og fram á
jólanótt. Klukkan hálfþrjú um nóttina fæddi Guðrún piltbarn,
en þá var svo ástatt á heimilinu að enginn hafði verið viðstaddur
fæðingu og kunni enginn til verka við þá athöfn. Á heimilinu var
fulltíða stúlka fársjúk og mátti sig vart hræra. Þessi stúlka
skreiddist fram úr rúmi sínu og eftir fyrirsögn móðurinnar skildi
hún á milli og aðstoðaði eins og best hún gat eins og móðirin
sagði fyrir um. Þessi stúlka hét Bjarnveig Björnsdóttir.
Nú víkur sögunni aftur þangað sem þau Steinvör og Andrés
stóðu á hamrabrúninni ráðvillt og felmtri slegin. Allt í einu
bárust þeim til eyrna hróp mikil, var það Kjartan, hann hafði
lent á snjóhengju er brotnaði og féll með henni niður, en snjó-
hengjan var svo þykk að hann sakaði ekki. Þar sem honum gekk
nú betur að sjá í kring um sig undan veðrinu sá hann gjá í
hamravegginn, og var hann nú með hrópum og köllum að leið-
beina þeim Steinvöru og Andrési að þau reyndu að klöngrast
niður gjána. Eftir tilvísun Kjartans fundu þau gjána og tókst að
komast þar niður þó illt væri og ekki áhættulaust. Án frekari
erfiðleika tókst þeim að komast niður fjallshlíðina niður á jafn-
sléttu og töldu þá að nú væru mestu erfiðleikarnir að baki þrátt
fyrir að stormur og hríð héldist óbreytt.
Er þau komu að Kaldrananesi varð Kjartan þar eftir, enda
kominn heim, en Ingimundur, sem þá var búinn að jafna sig eftir
lasleikann, tók nú við fylgdarmannsstarfinu með Andrési. Ekk-
ert var stoppað á Kaldrananesi en haldið rakleitt áfram. Þegar
þau komu fram að Bakka hafði Andrés samband við sitt heima-
fólk og lét vita af ferðum þeirra og hélt svo ferðinni áfram. Þess
56