Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 27

Strandapósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 27
ráð voru til að koma því á kirkjustað? Isinn þéttist og var á stöðugu reki. Þá sýndi sig að sá er vinur sem í raun reynist. Finnboga Guðmundssyni á Finnbogastöðum og pabba hafði verið vel til vina og þar sem Finnbogi var atorkusamur og vel- viljaður gekk hann fram í að leita færis, er ísinn lónaði frá, að fá mótorbát til að sækja líkkistuna og koma á kirkjustað. Af hús- kveðju gat ekki orðið við slíkar aðstæður (á þeim árum var venja að halda húskveðjur, sérstaklega ef um húsráðendur var að ræða). Jók það á einstæðingskennd okkar að það var ekki fram- kvæmanlegt. Ekki mátti heldur tæpara standa því ísinn þjapp- aðist saman, allt upp í landsteina, og hrakti á undan sér mörg eyfirsk skip sem leituðu afdreps inni á fjörðum. Prestsekkjan fékk séra Jón Brandsson á Kollafjarðarnesi til að jarða mann sinn. Þeir höfðu verið skólabræður og vinir. Um leið fór fram jarðarför föður míns. Mátti heita að það vor og sumar væri tvennt jarðað í einu að Árnesi, svo margir féllu í valinn, flestir um aldur fram. 6. júní voru f2 börn fermd í Árneskirkju af séra Guðlaugi Guðmundssyni á Stað í Steingrímsfirði sem þjónaði Árnes- prestakalli til næsta vors. Hefi ég áður getið þess mæta manns og er hann mér ógleymanlegur. Þó öll sund virtust lokuð hélt lífið áfram sinn vanagang. Ná- grannarnir voru hjálpsamir, hver eftir sinni getu og auðfundinn var vinarhugur og samúð. Vil ég sérstaklega minnast sauma- konunnar, Jónínu Jónsdóttur í Norðurfirði. Vinfengi var með henni og móður minni. Saumaði hún tíðum á bæjum, aðallega fyrir jól og fermingar. Svo hafði einnig verið nú. Hún var búin að sauma á mig það sem hentaði til fermingar, svo sem peysuföt og annað þeim tilheyrandi. Allt virtist leika í lyndi og tilhlökkunin að komast í kristinna manna tölu ofarlega í huga. Ekki gerði Jónína ráð fyrir að koma aftur bráðlega að Kjós. Þó varð reyndin sú þegar hún frétti hver umskipti höfðu orðið á þeim stutta tíma sem liðinn var síðan hún og allir á heimilinu áttu saman gleði- stundir, óvitandi skjótra veðrabrigða. Fórnarlund hennar og hjálpsemi voru okkur ómetanlegur styrkur og kveikti vonar- neista þó dimmt væri framundan. Slíkt gleymist aldrei. Leiðir 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.