Strandapósturinn - 01.06.1984, Qupperneq 117
uð sín í bleyti. Og þeir fundu nokkuð gott ráð: að byggja hesthús
í „höfuðstaðnum"!
Umf. Geislinn (eldri) stóð um þetta leyti föstum fótum á
hverjum bæ í Staðarsveitinni og mátti því kalla, að almenningur
tæki hesthúsbygginguna á sína arma enda hvers manns hagur að
húsið kæmist upp sem fyrst. Og hesthúsið reis af grunni. Því var
valinn staður í Norðurfjörunni skammt norðan og neðan við
Glaumbæ. Stuttu seinna var Strympa byggð rétt vestan við
hesthúsið. Þessi hús og nokkur önnur, sem stóðu þarna í kring,
eru nú horfin, en svo stutt er síðan þau voru rifin, að margir
munu minnast þeirra út þessa öld og nokkru lengur þeir, sem
lífseigastir verða.
Hjalti Einarsson er sagður hafa byggt hesthúsið, fyrir því
skortir þó ótvíræðar heimildir, að hann hafi verið einn í ráðum.
Byggingarárið þykist nú enginn muna með vissu en 1926 ætla
kunnugir ekki fjarri lagi.
Hesthúsið var allstórt, einir 6x10 m að grunnfleti, en ekki
reisulegt, sneri stöfnum upp og niður tangann. Tveir litlir
gluggar voru á hvorum gafli en engir á hliðum, til þess skorti
hæð. Dyrnar voru á neðra gafli. Heyhlaða var ekki við hesthúsið
enda víst aldrei gert ráð fyrir langdvölum hrossa þar eða neins
konar munaðarlífi innan dyra. Hesthúsið var einn geimur nema
afþiljað svo sem 4—6 hesta pláss í innri enda. Þar var hálfgerður
helgidómur, sem þeir einir treystust inn að stíga, sem meira áttu
undir sér en aðrir menn. Einn þeirra var Siggi póstur Þor-
grímsson. Hann skartaði skinnstakki einum þykkum í póstferð-
um og bar gylltan lúður um öxl. Siggi krafðist þess afdráttarlaust
að hafa hesta sína út af fyrir sig í afhýsinu og aðrar truntur vikju
þaðan, meðan hann stóð við á Hólmavík, og Siggi hafði sitt
fram. Fremri hlutinn var gímald, sem hesthúsaði tugi hrossa.
Með langveggjum voru timburstokkar, hvar menn gátu hárað
hrossum sínum, hefðu þeir tuggu fyrir þá að leggja. Vafi leikur á
því, hvort nokkru sinni var lagt vatn í hesthúsið, ekki hefur hafst
upp á svo fróðum mönnum, að þeir gætu sagt af eða á um það.
Hjalti Einarsson hafði umsjón með hesthúsinu frá fyrstu tíð,
mokaði það og hafði skítinn fyrir, önnur laun hefur hann að
115