Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 136
sína. Bóndi á Felli í Víkursveit 1878—1889, flutti þá vestur að
Djúpi og bjó í Hafnardal eftir það að undanteknu einu ári sem
hann bjó á Eiríksstöðum í Ögursveit. Var fyrst leiguliði í Hafn-
ardal en síðar sjálfseignarbóndi þar. Tvíkvæntur. Fyrri kona
Péturs var Þórunn, f. 2. júlí 1840, d. 23. ág. 1883. For. hennar
voru Þórður Þórðarson frá Höfðaströnd í Jökulfjörðum og k.h.
Rannveig Jónsdóttir. Þau áttu ellefu börn, þar af voru 6 á lífi
þegar konan dó af barnsburði sumarið 1883. Þau sem komust
upp voru þessi: Rannveig Karitas óg. bl. lengi vinnukona hjá
prestinum á Stað á Reykjanesi, Ólafur, f. 4. jan. 1875, d. 10. júlí
1929, bóndi í Hraundal og á Snæfjöllum átti Sigríði Guðrúnu
Samúelsdóttur frá Skjalda-Bjarnarvík og voru þ.b. Þórarinn
Ólafsson íþróttakennari á Akranesi, Kristjana Margrét á Isa-
firði, Jóhanna Sesselja, Hallfríður Petrína tannsmiður í Kópa-
vogi, Petrína Ingibjörg þekktur ljósmyndari í Reykjavík, Sigur-
borg. f. 10. febr. 1876 átti Þórarin Gíslason á ísafirði, meðal
þeirra barna er Jóhanna ágætlega menntuð hjúkrunarkona í
Reykjavík, Pétur fórst í snjóflóði á Snæfjallaströnd 18. des. 1920
er hann var ásamt fleiri mönnum að leita að líki Sumarliða
Brandssonar pósts er villtist fram af Bjarnarnúp og fórst daginn
áður, Þórunn ógift í Reykjavík.
Pétur kvæntist aftur skömmu eftir lát Þórunnar. Seinni kona
hans var Ingibjörg, f. um 1865, d. 28. febr. 1943. Foreldrar
hennar voru Jón Oddsson í Arnarbæli á Fellsströnd og k. Guð-
björg Jónsdóttir. Sagt er um Ingibjörgu að hún hafi verið mikil
tápkona og vel greind. Þau áttu alls 14 börn. Þessi veit ég um:
Vilhelmína, f. 25. júní 1885 í Árnessókn, d. 25. des. 1939 átti
Guðmund Geirdal Eyjólfsson skáld og rithöfund og sýsluskrifara
á Isafirði, f. 2. ág. 1885, d. 16. mars 1952 í Reykjavík. Þau áttu
eftirtalin börn: Ingólfur Geirdal kennari, Pétur rafvirki i Kefla-
vík, Ólöf Ragnheiður dó 25 ára, Ingibjörg dó 25 ára, báðar
ógiftar, Bragi rafvirki í Kópavogi, Hjördís hárgreiðslukona, átti
Guðmund Áka Lúðvíksson viðskiptafræðing í R., Erna átti
Alfonso Cordova gistihúseiganda í Acapulco í Mexíkó. Guð-
björg Pétursdóttir frá Hafnardal, f. 22. sept. 1886, d. 8. des. 1957
átti Jóhann Bárðarson, f. 17. júní 1883, d. 20. mars 1955. For-
134