Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 31

Strandapósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 31
raunir eða fátækt þjakaði. Vildu þær í verki sýna að þær væru þess minnugar. Aldrei brást að Guðrún Ólafsdóttir í Stóru-Ávík kæmi á hverju hausti er um hægðist eftir sláturtíð. Henni fylgdi reisn og hressandi andblær og bar ekki með sér mótbyr lífsins. Hún var djörf, hreinskilin og góðviljuð. Hún dvaldi venjulega í tvo daga eða þar um. Þó amma félli frá hélt hún áfram að heimsækja mömmu. Haustið 1915 kom Guðrún að vanda. Það var mikill styrkur og gleði að komu hennar. Dvaldi hún þá lengur en hún átti vanda til og vildi þá endilega taka sér verk í hönd. Fór hún að sauma karlmannsbuxur sem á þeim árum varð að saumast á heimilinum af þeim sem tíma og getu höfðu til. Hún var mjög vel verki farin og fjölhæf. Síðast þegar hún kom að Kjós var Fanney, dótturdóttir hennar, með henni. Það var ekki orðið áliðið hausts svo þær voru á hestum. Ég var þá í Reykjar- firði og gerði hún mér þá ánægju að vera dag hjá mér. Ekki man ég til að hún kæmi oftar, enda þá farin fast að eldast. Það haust, sem pabbi dó um vorið, bar að garði heima góðfúsa konu, Friðbjörgu Þorsteinsdóttur, móður frú Sigríðar P. Jensen og Jóhanns Péturssonar og fleiri því barnahópur þeirra hjóna var stór. Hún var um skeið hjá dóttur sinni og tengdasyni og naut þar alls hins besta. Þó seiddu þingeyskir átthagar hana aftur til sín og þar vildi hún bera beinin. Þessi hógláta og fín- gerða kona kom þegar dagsbirta óðum þvarr og bar í bæinn yl sumars „innra fyrir andann“. Friðbjörg hafði frá svo mörgu markverðu að segja og kunni þau býsn af ljóðum, vísum og þulum sem hún setti fram á yfirlætislausan hátt. Jafnvel við börnin hrifumst, hvað þá móðir mín og afi sem bæði voru ljóð- elsk og undu sér best við þann arin. Var ég látin skrifa upp sumt af því sem hún hafði yfir en aðeins á laus blöð sem áttu það eitt framundan að glatast. Þó man ég töluvert úr einni þulu sem byrjar á þessa leið: „Kenna vil ég þér kvæði kæri son“. Taldi hún hana orta af Jóni á Hellu í Steingrímsfirði, mikilhæfum manni. Má þá segja að ljóðin hafi fleyga vængi, eins og samgöngum var háttað á þeim tímum. Þulan endaði á þessari vísu: 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.