Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 32

Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 32
Gælur þessar gerði Jón. Gvendar var sá kundur. Helga kveddu hátt við tón heyrðu það Ingimundur. Trúlegt er að Friðbjörg hafi sjálf verið hagmælt þó hún léti það ekki uppi. Dagar sem þessir og þó aðallega rökkur- og kveldstundir eru ógleymanlegar, þá allir á heimilinu settust að eftir önn dagsins og miðluðu hver öðrum af margbreytilegri lífsreynslu sinni. Síðast var hausthugvekja lesin og tilheyrandi sálmur sunginn. Að því loknu gengu allir til náða í öryggi þess að yfir sér væri vakað af æðri máttarvöldum. Þó stríð elfa lífsins haldi stöðugt áfram að renna í tímans djúp lifir ljúfsár minning um liðna haustdaga þar sem sárasti broddurinn var yddur af vegna góðvildar þeirra kvenna sem ég á ófullkominn hátt hefi látið hugann reika til í virðingu og þökk. Hér fer ég fljótt yfir. Þessi vetur leið seint, að okkur fannst, veðrátta var slæm og íshroði er á leið vetrar. Mislingar gengu um vorið og allt ungt fólk og börn lögðust, sumir þungt haldnir, þó fáir dæju. Ég fór til ísafjarðar með Goðafossi, nokkru eftir sumarmálin, ætlaði aðeins að vera milli ferða en það fór á annan veg. Mislingar bárust þangað áður en skipið kom til baka og sett var í sóttkvi svo enginn mátti frá Isafirði fara. Þarna fékk ég veikina, sem og allir þeir er ekki höfðu fengið hana áður. Loks rann upp sú stund að allir voru frjálsir ferða sinna. Mislingarnir voru komnir víða um landið svo banninu var aflétt. Það var þröngt á þingi á Goðafossi að þessu sinni þar sem vermenn úr verstöðvum, víða að, voru nú frelsinu fegnir að komast heim. Veður var sem best varð á kosið og um nóttu var komið til Norðurfjarðar. Þar þustu í land þeir sem voru úr Árneshreppi. Með mér var drengur, sonur Ingvars og Sigurlaugar, sem ég hafði verið hjá allan þennan tíma. Ætlaði drengurinn að vera heima yfir sumarið. Lögðum við strax land undir fót og komum að Árnesi um fótaferðatíma. Þar knúðum við dyra hjá nýað- komnum presthjónum og var þar vel tekið. Séra Sveinn var búinn að gista tvær nætur í Kjós, sumarið áður, og var mér því 30
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.