Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 68
sums staðar sett á ranga staði, ártöl mörg skökk og hvergi er
vitnað í heimildir.“
Þó að lærður jarðfræðingur og frægur vísindamaður á því
sviði eins og dr. Þorvaldur Thoroddsen gefi Eldfjallasögu Hall-
dórs Jakobssonar lága einkunn, er það á allan hátt eðlilegt og
ekkert undrunarefni. Bók sýslumanns er samin um miðja 18. öld
af leikmanni í jarð- og eldfjallafræði, sem í mörgu var rösulvirk-
ur, auk þess var sagan fyrsta rit sinnar tegundar hér á landi og
því ekki við nein skrif fyrri manna að styðjast. Halldór sýslu-
maður samdi og skrifaði töluvert fleira en Eldfjallasöguna eina,
hefur sumt af því verið birt á prenti, en hitt er geymt í hand-
ritasöfnum (fB, Lbs. og JS.). Hann var maður ofsafenginn í
skapi, reiðigjarn og drykkfelldur sem fyrr er sagt, einnig var
honum hið mesta mein í því hve sambúð þeirra hjóna fór
lengstum fram með miklum óhægindum. Ástríður kona hans
sögð sínk, fégjörn og óþíð í skaplyndi, enda voru þau löngum
ósátt og kenndu flestir henni meir um það. Er til dæma haft um
samlyndi þeirra, að einhverju sinni er þau deildu hart í rekkju
sinni þoldi sýslumaður ekki mátið, hótaði að ganga frá henni og
hljóp út undir bert loft á nærklæðum einum. Frost var veðurs og
kólnaði honum brátt, svo hann sá það ráð vænst að hörfa inn
aftur og vildi þá undir klæðin hjá konu sinni á ný. Hún spyr:
„Hver fer þar?“ „Andskoti þinn,“ segir hann. , Já, já, er kaldur
og kemur þó úr eldinum,“ varð Ástríði þá að orði.
Þegar sýslumanni barst bréf séra Jóhanns í Árnesi, sem fyrr
getur, bjóst hann norður á strandstaðinn sjóveg til Ófeigsfjarðar.
Þá er hann var ferðbúinn bað Ástríður hann þess að gæta sín nú
vel, en því var hún eigi vön þótt langt og erfitt ferðalag stæði
fyrir dyrum. Kvaðst hún ætla, að þessi för yrði honum til mikils
ótíma nema alls hófs væri gætt.
Á Engines kom sýslumaður 2. október og var þá við tólfta
mann. Dvaldi hann þar í fimm daga og var kyrrt og gott veður
þrjá hina fyrstu, en hvessti og versnaði síðan. Voru gerð tjöld úr
seglum skipsins, bornar þar í kistur og fleira, sem bjargað var af
strandinu. Sýslumaður lét strax í upphafi leita að líkum skip-
verja og fundust alls níu að því er sumar heimildir telja, en aðrar
66