Strandapósturinn - 01.06.1984, Síða 141
Billegra scetið ég bara svo fékk,
og Bíó- í höllina síðan ég gekk,
og fékk mér þar sceti hjá fallegri mey,
]á, fríðleika hennar ég gleymi víst ei.
Því skœr voru augun sem logandi Ijós,
og litfríður vanginn sem fegursta rós,
og hálsinn svo hvítur sem hreinasta mjöll,
og heillandi viðmót og framkoma öll.
Bíóið skjótlega byrjaði þá,
ég bjóst við allt öðru en þarna ég sá,
því það voru kindur, á krafsjörð á beit,
og karlinn þar nálœgt, sem eftir þeim leit.
Svo breyttist myndin, og sá ég þar fjós,
svolítið brann þar á grútarkveik Ijós,
beljurnar ánœgðar átu sitt hey,
úti í horni sat fjósamanns-grey.
Þetta mér fannst ég ei þurfa að sjá,
af því var ég heima nóg búinn að fá.
Ég vildi hér sjá eitthvað veglegt og flott,
en vonsvikinn hlaut nú að hverfa á brott.
Þá heyri ég hvislað í eyra mér er:
„Ó, œtlarþú, vinur, í burtu frá mér?“
Og höfuð sitt lagði þar öxl mína á
sú indœla meyja er settist ég hjá.
Til unaðarscelu ég undireins fann,
því ástin í hjartanu funaði og brann.
Mérfannst eins og stœrsta ég höndlaði hnoss
er heitan á enni mér rétti’ hún mér koss.
139