Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 158

Strandapósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 158
ekki inn fyrir og urðu að liggja undir hlíðinni um nóttina. Það hefur verið þolraun fyrir þreytta menn og sögguga af svita og ágjöf að vera þar kannske alla nóttina og þá var aldrei vani að hafa með sér mat á sjóinn, en blöndukút höfðu allir á sjóinn með sér. Pabbi minntist þess að einn veturinn hefði viðrað svo stirt að þeir hefðu orðið að liggja sex nætur undir hlíðinni frá nýári til páska og auðvitað fleiri skip, þeir sóttu líka langt. Formaður hans hét Guðmundur Jóhannesson og átti heima á Kirkjubóli í Langadal, hann fór sjaldnar en hinir sem fóru fram í Djúpið en sótti langt út og fiskaði líka mikið, því þá var nógur fiskur ef sótt var langt út. Fram af Stigahlíðinni hefur margur maður farið í sjóinn og oft urðu skipstapar. Þeir komu ekki allir aftur héðan norðan að, sem fóru til róðra vestur að Djúpi sem líklegt er. Móðurbróðir minn Elías Guðmundsson drukknaði vestur við Djúp frá Bolungarvík og margir fleiri sem foreldrar mínir minntust á, og þegar vinir og skyldmenni voru að fara vestur þá hefur margur hugsað sem svo hvort þeir kæmu aftur eða þetta væri síðasta kveðjan, það má nærri geta. En þrátt fyrir allt var nú þetta furðu sjaldan eftir því sem við hefði mátt búast af þeim fjölda sem fór vestur, þó það væri of oft getur maður sagt. Þessa fyrstu vertíð mína í Bolungarvík var ég þangað til síðast í júní og > þá fórum við pabbi minn gangandi inn á ísafjörð og þaðan með póstbátnum inn að Arngerðareyri og þaðan gangandi norður heiði. Ég man hvað veðrið var indælt þegar við vorum að fara inn sandinn yfir að Ósi í Bolungarvík, glaða sólskin og sunnan hlýindi og maður var þakklátur hvað þetta hafði allt gengið vel og slysalaust. Það var nú ekki laust við að ég væri nú hálf- hræddur að fara inn Óshlíðina þó ég léti ekki á því bera, mér fannst þessi hamrahlíð svo ægileg, en pabba fannst hún víst ekki eins hræðileg, enda oft farið hana í hættulegri kringumstæðum en þurran og blíðan vordag. Við vorum um nóttina hjá Guðjóni vaktara og fórum svo með póstbátnum daginn eftir og gistum á Fremribakka í Langadal og fórum svo Bakkafjall beinustu leið á heiðina daginn eftir. Það fóru ekki aðrir norður í þetta sinn en við pabbi og Guð- mundur Jasonsson frá Víðidalsá, við fórum svona aðeins fyrr en 156
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.