Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 38
Skip var þegar komið með timbur og annað sem með þurfti svo
hægt væri að taka til óspilltra málanna. Elías Stefánsson, út-
gerðarmaður í Reykjavík, fékk lóð þá sem móðir mín seldi
haustið áður, keypta (eða leigða), hjá áðurnefndum Guðmundi
Hannessyni, konsúl á Isafirði. Stóð nú fyrir dyrum breyting á
friðsælu víkinni og fáir muna sem hún áður var þegar menn og w
tækni, þeirra tíma, hófust handa vorið 1917.
Indriði var yfir- og umsjónarmaður við framkvæmdir líðandi
stundar og væntanlegrar driftar, ásamt skrifstofumönnum og
þeim er sá um síldarmat, ungum lögfræðinema, Magnúsi
Magnússyni, sem síðar varð ritstjóri „Storms“ og var stundum
kenndur við hann. Þótti hann bæði snjall og orðfimur. Enn-
fremur vil ég minnast Jóns Magnússonar, skálds, sem umrædd
sumur var beykir í Djúpuvík. Komst Símon, bróðir minn, og
reyndar við öll, í góð kynni og gifturík við þann prúða ágætis-
mann. Hann var hvatamaður að því að Símon lagði út á
menntabrautina, nær févana. Naut hann þess að hafa húsnæði
og fyrirgreiðslu á hans heimili sín skólaár hér í Reykjavík, eða
þar til stúdentsprófi var náð, sem í reynd var þá örðugri hjalli en
nú er. Þó haldið væri vel að sumarkaupi, var litlu af að taka til
vetrarins. ►
Við byggingarnar var nægur mannskapur, sem fékk aðsetur,
meðan á byggingu stóð, á Kúvíkum í húsi Carls F. Jensen,
kaupmanns. Var farið á sjó fram og til baka út með landinu
sem mun vera röskur hálftíma róður. Það sýnir sig sjálft að vel
hefur verið að verki staðið að allt skyldi tilbúið áður en síldveiðar
hófust. Ibúðarhús steypt neðsta hæð, þar í ytri enda brauðgerð
(bakarí). Dyr voru að neðanverðu, á miðri hlið hússins, og vissu
að sjó. Þegar inn var komið var til vinstri aðstaða til elda-
mennsku en til hægri verslun. (Hvorutveggja var aðeins starf-
rækt á sumrin, sem og bakaríið. Fasta búsetu hafði aðeins um-
sjónarmaður stöðvarinnar.) Þarna á milli var allgott rými og
innar lá stigi upp á hæðina sem ætluð var að mestu síldarfólki. A
efri hæð voru risherbergi undir súð, að hálfu leyti, og vissu í
suður með einum glugga hvert. Þar að auki var lítið eldhús fyrir
framan neðra herbergið sem var íbúð þess manns er sá um
36
j