Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 120
hryssur sínar Skoppu og Stelpu, voru báðar gráar og stólpagripir
miklir. Fleiri fóru að dæmi þeirra en létu ekki nafna sinna getið.
Bráðlega fór öllum hinum að þykja á rétt sinn gengið og rangindi
höfð í frammi en komu ekki gagnráðstöfunum við. Ekki var með
neinni sannfæringu hægt að amast við, að menn notfærðu sér
þessa aðstöðu sem enginn þóttist eiga. Eins og málunum var ^
háttað, datt heldur engum í hug að dytta að húsinu eða moka út
úr því, eftir að Hjalti fluttist burt. Það kom því æ oftar fyrir, að
húsið var ekki mokað langtímum saman og ferðalanga óaði við
að draga hesta sína að konungsnefi inn í foraðið. Stöku sinnum
bar þó við, að þegnvísir ofurhugar létu sig hafa það ryðja húsið af
illri nauðsyn. Var þá ekki ótítt, að haugurinn undir norður-
veggnum tæki í þakskegg.
Upp úr stríði bættist það svo við raunasögu hesthússins, að
menn fóru að eignast bíla. 1 því efni voru Tungusveitungar
ofurlítið á undan sinni samtíð, en samt langt á undan Stað- og
Seldælingum. Og nú syrti fyrst alvarlega í ál íbúanna í dölum
inni. Þeir einir ferðuðust enn ríðandi og útheimtu hesthús, engir
aðrir á jarðríki kærðu sig lengur um svoleiðislagaða kumbalda.
Þá var það eitt vorið eftir stríðslokin, að á aðalfundi Kaupfé-
lags Steingrímsfjarðar kom fram tillaga um að félagið kostaði i
nauðsynlegt viðhald og hirðu á hesthúsinu á Hólmavík. Magnús
hreppstjóri í Hólum Steingrímsson flutti málið af hálfu sinna
sveitunga eins og mörg önnur mál þeirra um hans tíð. Rök
Magnúsar voru skýr: Hrófbergshreppur hafði skömmu áður
verið stýfður í tvennt um Ósá. Eftir þann gerning væri kaupfé-
lagið einu samtökin, sem hefðu alla upphaflega eigendur hest-
hússins innan sinna vébanda. Auk þess bæri kaupfélaginu sið-
ferðileg skylda til að sjá svo um, að viðskiptavinum þess yrði gert
kleift að sækja staðinn ríðandi, þeim sem þannig kysu að ferðast,
á sama hátt og félagið hefði alla tíð séð þeim, sem komu sjóleið-
ina, fyrir bryggju til að lenda við. Tillagan hlaut nauðalítinn
byr. Um hana urðu þó snarpar umræður og andmælendur skorti
ekki. Málið kolféll með þeim augljósu röksemdum, að kaupfé-
lagið ætti ekkert í hesthúsinu og hefðu aldrei átt og bæri því ekki
118