Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 130
beinn Bjarnason bóndi á Fæti og víðar og k. Guðrún Jónsdóttir.
Foreldrar Kolbeins voru Bjarni Magnússon f. 1716, frá Ósi
Bolungavík, sonur M. Ólafssonar frá Hattardalshúsum. For.
Guðrúnar konu Kolbeins voru Jón Jónsson á Hafrafelli og k.
Ragnhildur Jónsdóttir prests í Aðalvík, Einarssonar.
Börn Jakobs og Hildar voru: Kolbeinn, f. 1807 á Hvítanesi, d.
21. júlí 1876 bóndi og skutlari í Unaðsdal, átti Ingibjörgu
Bjarnadóttur Eiríkssonar og munu þau hafa verið systkinabörn.
Þeirra börn voru Hildur kona Elíasar Eldjárnssonar hins kunna
skipasmiðs, Bjarni á Lónseyri, Jón, Jakob faðir Kolbeins hrepp-
stjóra í Unaðsdal föður Jakobs á Skarði og margra fleiri barna.
Kona Jakobs Kolbeinssonar var Elísabet Benediktsdóttir frá
Blámýrum af ætt Ólafs lögsagnara á Eyri. Valgerður Jakobs-
dóttir var f. á Ósi 1808, d. 1813, Jón, f. 1810 á Ósi, bóndi í
Unaðsdal 1835, d. á Fæti 8. mars 1841 bóndi á Fæti, Jóhanna, f.
29. maí 1814 á Breiðabóli, átti Torfa Torfason sterka frá Kálfa-
vík, talinn þriggja manna maki og stærstur allra manna við
Djúp þá. Torfi var síðasti maður er skutlaði stórhveli við Djúp,
bjó á Kerlingarstöðum í Grunnavík og svo á Skarði á Snæ-
fjallaströnd. Hún var fyrri kona Torfa og hafa þau víst verið
barnlaus. Svo kvað Magnús Jochumson er þeir unnu að
kirkjusmíði í Unaðsdal 1865.
Að smíða ragur oft ég er
einatt slóri og horfi
en víkingsbragur á þér er
afla-stóri Torfi.
Guðrún, f. 21. okt. 1812 átti Halldór Halldórsson hreppstjóra í
Arnardal (sjá Arnardalsætt), Jakob, f. á Ósi ll.maí 1811,Soffía,
f. 3. júní 1816, seinni kona Benedikts Björnssonar skutlara á
Strandseljum og var sonur þeirra Gísli á Súðavík er kallaður var
„gat í kamb“, Ragnhildur, f. 7. ág. 1817 á Breiðabóli, átti
Rósinkar Árnason í Æðey, f. 15. ág. 1822, d. 1. febr. 1891.
Foreldrar hans voru Árni Jónsson bóndi og umboðsmaður í
Æðey og k. Elísabet Rósinkar Guðmundsdóttir, Bárðarsonar
128