Strandapósturinn - 01.06.1984, Síða 79
Gengið á Kálfatind
Eg ólst upp á Steinstúni í Norðurfirði til þrettán ára aldurs.
Ofan við bæinn eru miklir og háir hamrar. Og efst á fjallinu
gnæfa við himin hinir hrikalegu Kálfatindar, sem lengi munu
hafa verið taldir ókleifir með öllu. Gömul sögn var til um það, að
einn ofurhugi hefði klifið upp á tindinn og skilið þar eftir nokkra
hluti til minja, ef einhver skyldi síðar leika þessa þraut eftir
honum. 1 því tilefni orti hann eftirfarandi vísu:
„Ef einhver kemst á eftir mér
upp á Kálfatinda,
hann skal eiga hnífinn minn,
beltið mitt og linda. “
Önnur gömul sögn hermir, að fornmaður, að nafni Kálfar eða
Kálfi, (sem tindamir munu e.t.v. vera kenndir við) hafi mælt svo
fyrir að hann skyldi heygður í skarðinu, milli tindanna tveggja,
ásamt skipi sínu, því er hann hafði siglt á til landsins.
Þeir, sem til þekkja um staðhætti í þessu skarði, vita nú
reyndar vel, að slíkt væri með öllu ógerlegt.
Á bemskuárum mínum á Steinstúni voru knáir piltar að alast
upp á Munaðamesi, næsta bæ við Steinstún, en að vestanverðu
við fjallið. Kálfatindar heilluðu huga þeirra og eggjuðu þá til
dáða. Eins og allir aðrir, höfðu þeir heyrt vísuna, sem að framan
er skráð. Og þeir létu ekki þar við sitja. Þeir leituðu uppgöngu á
hinn mikla tind, bergrisann ógnvekjandi, sem svo lengi hafði
gnæft yfir byggðina allt að því ósigrandi, og þeir höfðu fundið
hina einu leið, sem unnt er að ganga eftir upp á fjallstindinn. Og
á heiðskírum sunnudegi stóðu þeir á tindi fjallsins, þreyttir af
göngunni en sigurglaðir. Sveitin öll blasti við í sólarbirtunni.
Norðurfjörðurinn breiddi úr sér spegilsléttur, bæimir fyrir
fjarðarbotninum sýndust eins og örlitlar þúfur úr þessari hæð.
Umhverfið allt var stórbrotið, og fjarlæg fjöll blöstu við augum.
Fjallgöngumönnunum ungu var þetta mikil stund. Þeir lituðust
77