Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 47
Oddhildar, í milli eftir kirkjulaganna hljóðan fyrir yfirsögn (svo
fyrirsögn eða yfirsögn), bæn og blessan prestsins sr. Jóns Sveins-
sonar, sem í forföllum æruverðugs sóknarprestsins sr. Eyjólfs
Sturlusonar þetta var af honum beðinn að gjöra. Og skeði þetta í
tilkallaðri dánumanna viðurvist, hverjir ásamt hlutaðeigendum
sín nöfn hér að neðan undirskrifa á sama stað, ári og degi sem
fyrr greinir.
Sem hlutaðeigendur undirskrifa
Ólafur Hallsson Þórður Ólafsson
Andrés Sigmundsson Oddhildur Þórðardóttir
sem kaupvottar undirskrifa
Magnús Bergsson Halldór Brandsson
Guðmundur Michaelsson Jón Kráksson
Guðmundur Halldórsson
Anno 1775 þann 7da octóber að Óspakseyri að afstöðnum 3ur
lýsingum millum þeirra velnefndu persóna Andrésar Sig-
mundssonar og Oddhildar Þórðardóttur og aungvum hindr-
unum neinsvegar auglýstum voru þau samanvígð til heilags
egtaskapar af þeirra sóknarpresti sr. Eyjólfi Sturlusyni með
venjulegum ceremoniis eftir kirkjulögum. Hverju til staðfestu
eru vor undirskrifuð nöfn, sama stað, ári og degi sem fyrr greinir.
Jón Guðmundsson Magnús Bergsson“
(Þjsk. E. 288)
Bréf þetta sýnir, að Ragnhildur var dáin hinn 26. september
1775. Því nær öll hjón gerðu meðsér helmingafélag við giftingu á
síðari hluta 18. aldar, a.m.k. á Vestfjörðum, en yfirleitt var látið
nægja að geta þessa í prestsþjónustubók. Siður þessi hélzt fram á
síðustu áratugi 19. aldar. Andrés hefur þó bersýnilega gert sér-
stakan kaupmála við báðar eiginkonur sínar, en hinn fyrri mun
glataður. Allir þeir, sem undirrituðu skjal þetta, virðast hafa gert
það með eigin hendi, og ber það vott um talsverða skriftar-
kunnáttu í sókninni. Orðalag skjalsins er óljóst á stöku stað, en
45