Strandapósturinn - 01.06.1984, Síða 50
Guðmundur Mikaelsson
bóndi
Ég hef gengið úr skugga um, að þetta er rétt.
Skriðningsenni, 27. maí 1789
Jón Johnsen
settur sýslumaður í Strandasýslu“
(Þjsks. Vesturamt, journ. O nr. 635).
Þessi umsókn bar ekki árangur. Fljótlega kom í ljós, að menn
urðu að skara verulega fram úr, ef þeir áttu að eiga kost á þeirri
umbun, sem tilskipunin gaf fyrirheit um, þótt ekki væri það í
samræmi við ákvæði hennar. Má vera, að þetta sé ein orsök þess,
að minni árangur varð af henni en vonir stóðu til. Tekið skal
fram, að tilskipunin skyldaði bændur til að gera árlega 6 eða 8
faðma garð á hvern verkfæran karlmann, sem þeir höfðu í vinnu,
og mun þetta orsök þess, að Andrés tekur fram, að hann hafi
aðeins haft einn karlmann í vinnu.
Þau Andrés og Oddhildur eignuðust eina dóttur, Sigríði, sem
síðar giftist Jóni Hjálmarssyni prests Þorsteinssonar í Trölla-
tungu. Þau bjuggu í Skálholtsvík og eignuðust níu börn, m.a.
Lýð, hreppstjóra í Hrafnadal (1800—1883), langalangafa höf-
undar þessa greinarkorns.
Þeir Andrés á Enni og sr. Hjálmar í Tröllatungu eiga fjöl-
marga afkomendur í Strandasýslu. Ættir frá þeim hafa tengst á
ýmsa vegu, m.a. voru þeir Jón Jónsson Andréssonar á Enni og
Lýður Jónsson í Hrafndal kvæntir systrum frá Kárastöðum á
Vatnsnesi, Hallfríði og Guðrúnu Brynjólfsdætrum. Nafnið
Lýður er algengt í þessum ættkvíslum. Það er annars sjaldgæft
og var til skamms tíma einskorðað við Strandasýslu og Suður-
landsundirlendið og tengdist ákveðnum ættum á báðum
svæðum. Jón Jónsson telur nafnið þýzkt að uppruna og tilfærir
nokkrar þýzkar myndir þess, Lindhar, Lindher, Lúder (samsett
og lýður og harr = þjóðhetja), og kveður það hafa borizt til
landsins með Lýði hinum danska (Safn III. bls. 638). Hann mun
hafa komið til landsins á öndverðri 16. öld.) Sama merking er
48