Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 82
hafa verið þama að verki, jafnað allar ójöfnur og fyllt upp allar
tjamir og pytti, sem áður voru. Fenjaflóinn hættulegi er orðinn
að nytsömu ræktarlandi. Og bömin sem nú alast upp í Norður-
firðinum þurfa ekki framar að óttast Botnlausutjörn.
Þrjátíudalastapi
Á Fellshlíð í Ámeshreppi eru víða hrikalegir klettar við sjó
fram og lögun þeirra sumra allsérkennileg á ýmsan hátt.
Úthafsöldumar falla hér að landi með öllu sínu afli, og á
öldum og árþúsundum hafa þær haft tímann fyrir sér, að sverfa
og móta sjávarhamrana á býsna fjölbreytilegan hátt.
Einn er sá klettadrangur á Fellshlíð, sem mjög er sérstæður að
útliti. Hann er afarhár, þunnur á annan veginn en talsvert
breiður á hinn, í rauninni eins og risavaxin hella, sem stendur
upp á rönd, en efsti hlutinn toppmyndaður. Hér er um að ræða
leifar af berggangi afar fornum og samanstendur af láréttu
stuðlabergi. Eitt sinn í jarðsögulegri fyrnd, þegar fjallið allt var
miklu stærra en nú, hefur það brostið sundur og myndast mikil
og löng sprunga, sem hefur fyllst af bergkviku úr iðrum jarðar.
E.t.v. hefur orðið gos og hraun runnið ofanjarðar um þáverandi
landslag, en um það er erfitt að vita með vissu, því þess sjást nú
ekki lengur merki. Hið eina sem ber vitni, þessum eldsumbrot-
um, eru leifar af berggangi þeim, sem Þrjátíudalastapi er hluti
af. Bergið í honum er mun harðara en klettarnir í kring, og því
standa hlutar hans eftir, en annað berg í grenndinni hefur eyðst
og veðrast hraðar. Þetta gildir svo sem ekki um þennan eina
berggang. Hið sama er að segja um alla aðra ganga, bæði í
Ámeshreppi og annarsstaðar.
Þrjátíudalastapi hefur löngum vakið athygli vegfarenda,
vegna sérkennilegrar lögunar sinnar. Svo þverhníptur er hann,
að hann hefur verið talinn með öllu ókleifur.
En tilefni þessa heitis, Þrjátíudalastapi, er saga sú, sem nú skal
greina:
Fyrir ævalöngu var uppi í Ámeshreppi maður nokkur, full-
hugi mikill, sem orðlagður var fyrir fæmi í klettum. Hann hafði
hug á, að reyna getu sína við þennan mikla drang og lét ekki þar
80