Strandapósturinn - 01.06.1984, Síða 157
Þegar við komum að brimbrjótnum þá sé ég Rúna bróður
minn þar ásamt mörgum öðrum, hann kom til að taka á móti
okkur og svo fór ég með pabba og honum þangað sem ég átti að
vera og var um vorið. Það var ágætisfólk sem ég var hjá, sér-
staklega Gísli Árnason, sem var sameignarmaður Guðmundar
formanns, hann var einstakt ljúfmenni. Ég segi svo ekki neitt af
veru minni þar, en ég man að ég var oft þreyttur og syfjaður
þegar við sváfum ekki nema kannske 2 eða 4 tíma á sólarhring og
róið var daglega, en ég var heppinn með það, að þessir menn sem
ég var með, voru allir ágætismenn og það er alltaf mikils virði
þegar svo er og maður er hjá öllum ókunnugum. Fjórði maður-
inn sem með okkur var hét Vigfús Sigurðsson og var af mörgum
kallaður Stutti Fúsi því hann var ákaflega stuttur maður, en
sýndist nokkuð þrekinn eftir hæð. Hann var sífelt glaður og
góður og einstakt ljúfmenni. Guðmundur formaður var heið-
ursmaður og góður við mig eins og hinir en annars var hann
fátalaður og jafnaði nokkuð þungbúinn. Nafni minn Gísli
Arnason var maður glaður og gamansamur og eins og ég hef fyrr
sagt sérstakt ljúfmenni. Þessir menn sem með mér voru, voru mér
hver öðrum betri enda var ég hálfgert barn og þurfti þess með, en
það er nú ekki alltaf verið að athuga um það. Það var Sumar-
dagurinn fyrsti sem við komum út í Bolungarvík, ég man að við
rérum á laugardaginn þar á eftir en svo kom nokkuð langur kafli
sem ekki var róið, því að hafísinn rak inn í Djúpið og var um
tíma. En eftir að ísinn fór þá gerði góða tíð, og fiskirí var yfirleitt
gott. Eg minntist á að mér hefði þótt Óshlíðin hrikaleg en ekki
þótti mér síður Stigahlíðin vera það. Það er hvergi hægt að lenda
nema í logni og ládauðu og auðvitað má svipað segja um Ós-
hlíðina. Annars var útræði í tveimur stöðum á Óshlíð áður fyrr
og það ekki löngu áður en ég fór að fara vestur. Þessir staðir hétu
Kálfadalur og Seljadalur. Það var vani að sigla undir Stigahlíð-
ina þegar var austan og berja svo inn með, og þá var nú misjafnt
hvað menn komust innarlega með hlíðinni því ef vindur var
nokkuð suðaustanstæður þá má segja að standi út Djúpið og þá
gat oft verið erfið barátta að komast inn í Bolungarvík, enda kom
það stundum fyrir að vetrinum á sexæringunum að þeir komust
155