Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 157

Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 157
Þegar við komum að brimbrjótnum þá sé ég Rúna bróður minn þar ásamt mörgum öðrum, hann kom til að taka á móti okkur og svo fór ég með pabba og honum þangað sem ég átti að vera og var um vorið. Það var ágætisfólk sem ég var hjá, sér- staklega Gísli Árnason, sem var sameignarmaður Guðmundar formanns, hann var einstakt ljúfmenni. Ég segi svo ekki neitt af veru minni þar, en ég man að ég var oft þreyttur og syfjaður þegar við sváfum ekki nema kannske 2 eða 4 tíma á sólarhring og róið var daglega, en ég var heppinn með það, að þessir menn sem ég var með, voru allir ágætismenn og það er alltaf mikils virði þegar svo er og maður er hjá öllum ókunnugum. Fjórði maður- inn sem með okkur var hét Vigfús Sigurðsson og var af mörgum kallaður Stutti Fúsi því hann var ákaflega stuttur maður, en sýndist nokkuð þrekinn eftir hæð. Hann var sífelt glaður og góður og einstakt ljúfmenni. Guðmundur formaður var heið- ursmaður og góður við mig eins og hinir en annars var hann fátalaður og jafnaði nokkuð þungbúinn. Nafni minn Gísli Arnason var maður glaður og gamansamur og eins og ég hef fyrr sagt sérstakt ljúfmenni. Þessir menn sem með mér voru, voru mér hver öðrum betri enda var ég hálfgert barn og þurfti þess með, en það er nú ekki alltaf verið að athuga um það. Það var Sumar- dagurinn fyrsti sem við komum út í Bolungarvík, ég man að við rérum á laugardaginn þar á eftir en svo kom nokkuð langur kafli sem ekki var róið, því að hafísinn rak inn í Djúpið og var um tíma. En eftir að ísinn fór þá gerði góða tíð, og fiskirí var yfirleitt gott. Eg minntist á að mér hefði þótt Óshlíðin hrikaleg en ekki þótti mér síður Stigahlíðin vera það. Það er hvergi hægt að lenda nema í logni og ládauðu og auðvitað má svipað segja um Ós- hlíðina. Annars var útræði í tveimur stöðum á Óshlíð áður fyrr og það ekki löngu áður en ég fór að fara vestur. Þessir staðir hétu Kálfadalur og Seljadalur. Það var vani að sigla undir Stigahlíð- ina þegar var austan og berja svo inn með, og þá var nú misjafnt hvað menn komust innarlega með hlíðinni því ef vindur var nokkuð suðaustanstæður þá má segja að standi út Djúpið og þá gat oft verið erfið barátta að komast inn í Bolungarvík, enda kom það stundum fyrir að vetrinum á sexæringunum að þeir komust 155
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.