Strandapósturinn - 01.06.1984, Síða 48
skjalið virðist tryggja Jóni helming í Enni. Hefur Ásný þá átt að
taka lausafé upp í sinn hluta. Þetta er í samræmi við forna venju.
Fáum sögum fer af sambúð þeirra Andrésar og Oddhildar.
Gísli Konráðsson getur þess þó, að Andrés hafi verið afar fégjarn
og vinnuharður og hefur það eftir sögnum og Oddhildi, að hún
hafi ekki þorað að halla sér á kvöldvökum, svo mjög sem hana
syfjaði. Hafi hún þá fundið upp það ráð að sitja sofandi og látast
hringla í prjónum sínum. Þau auðguðust mjög, enda var dánar-
bú Andrésar virt á 3084rd., en Oddhildur, sem andaðist árið
1832 og var þá 87 ára, lét eftir sig 84 hdr. í fasteign (Stranda-
manna fcaga, bls. 134 og 149). Dánarbú Andrésar mun jafngilda
um 617 kýrverðum að verðmæti. Andrés var af fátækum kominn
og sjálfur örsnauður í fyrstu og kann þetta að hafa sett sitt mark
á manninn. Einnig er víst, að ekki komust aðrir vel frá hinni
hörðu lífsbaráttu Móðuharðindanna en vinnusamir menn, út-
sjónasamir og ókvalráðir, ef ekki var um mikil efni að ræða eða
völd. Þau hjónin áttu 12 jarðir skv. neðanmálsgrein í Þjóðhátt-
um og ævisögum frá 19. öld eftir Finn á Kjörseyri (bls. 196—
197), er Andrés dó, Skriðnisenni, Steinadal, Þrúðardal, Bálka-
staði í Staðarhreppi, Neðri-Núp í Miðfirði, Ytri-Velli á Vatns-
nesi, Ásgarð í Dölum, Magnússkóga, Kamb, Gautshamar,
Stóra-Múla og hálfa Hvítuhlíð.
Finnur rekur einnig í neðanmálsgrein þessari viðskipti
Andrésar við landseta sína í Þrúðardal, Bjarna bónda Pétursson
og Valgerði Snorradóttur og Guðrúnu, dóttur þeirra hjóna
(Fótalausu-Gunnu), en sú saga hefur orðið Andrési til hvað
mests ámælis. Valgerður varð úti á Steinadalsheiði hinn 8. marz
1785, en Guðrún komst til byggða í Gilsfirði og hafði þá kalið
svo, að hún missti fæturna. Þjóðsagan hermir, að Andrés hafi
tekið kú þeirra hjóna upp i afgjaldið og hafi þau þá flosnað upp.
Þrúðardalur var síðan í eyði um nokkurra ára skeið. Mun
Andrési hafa fallið þetta illa, enda brauzt hann í að útvega ekkju
einni opinberan styrk til að gera henni kleift að taka jörðina á
leigu, svo sem eftirfarandi bréf sýnir:
,,Pro memoria
46