Strandapósturinn - 01.06.1984, Qupperneq 95
smíðaði búshluti og amboð fyrir hina og þessa. Minnisstæðastar
eru mér hrífurnar sem hann smiðaði, allar konur kepptust við að
fá hrífur frá Guðjóni. Það var léttara að raka með þeim en öðrum
hrífum, og var það vegna þess að hausinn var grennri og léttari.
Skaptið var þannig gjört að það var sverast efst en mjókkaði
niður. I staðinn fyrir að vera framþungar sem vel flestar hrífur
reyndust, færði Guðjón þungann á efri enda skaptsins, þess
vegna varð raksturinn mikið léttari, auk þess að skaptið var vel
slípað. Þær konur sem vöndust hrífum frá Guðjóni gátu ekki með
öðrum rakað.
Sennilega hefur þessi handlægni verið í ættinni. Halldór
bróðir hans á Tind var dverghagur maður, þar man ég eftir að
hafa séð marga fagra gripi, skorna og rennda.
Handverkfæri í þá daga voru af skornum skammti, oftlega
smíðuð af þeim sömu mönnum, en tímaleysi hrjáði ekki mann-
kindina þá, eins og seinna varð, vandvirkni og eljusemi samfara
útsjón á efni réði þar mestu um.
Guðjón hafði ekki stórt bú, en all notalegt mun það hafa verið,
og snyrtimennska var úti sem inni. I smíðar var hann að grípa
aðallega að vetrinum, hann hirti féð og hestana en kom sjaldan í
fjósið. Góðar hlöður voru við öll hús og súrheysgryfja rétt við
fjósið. Vatn var ekki í þá daga leitt í hús eða bæ, en allt vatn sótt
í læk sem rann stutt frá bænum og var þar byggt hús yfir, þar
sem vatnið var tekið.
Heiðarbæjarhjónin voru afar ólík. Hún lítil og röskleg í
hreyfingum, hann hár maður frekar luralegur á velli, sterklega
byggður, þó ekki feitlaginn. Hún glaðleg í viðmóti, hvers manns
hugljúfi, hann þegjandalegur og sást aldrei brosa eða þaðanaf-
síður hlæja, en kýmdi aðeins út í annað munnvikið ef við átti,
orðvar og orðfár, virtist aldrei segja meira en hann nauðsynlega
þurfti. Skapmaður var Guðjón en beitti því ekki oft, óáreitinn við
menn, en hélt sinni meiningu. Móðir mín Guðbjörg átti ásamt
mér heima í Heiðarbæ á annan tug ára frá því ég var á þriðja ári.
Mér er því ríkt í minni Heiðarbæjarheimilið eins og það var þá
og man vel það samferðafólk sem ég var til heimilis með.
Guðrún í Heiðarbæ var svo einstök kona að ég hef aungva
93