Strandapósturinn - 01.06.1984, Síða 146
jafnvel fólk sem núna er að verða miðaldra, þekkir varla ýmislegt
sem var hversdagslegt og sjálfsagt í mínu ungdæmi.
Eg var fermd vorið 1931, við vorum 17 fermingarsystkini. Það
var sérstaklega gott að vera á Kollafjarðarnesi við fermingar-
undirbúninginn, þau hjónin séra Jón Brandsson og Guðný
Magnúsdóttir voru okkur einstaklega góð.
Svo fór ég að fara meira að heiman, eins og gengur og gerist.
Eg var tildæmis oft á Gilsfjarðarbrekku hjá þeim Eysteini og
Guðrúnu sem þar bjuggu lengi, aðallega að vetrinum við að
spinna. Einu sinni lá allt fólkið í mislingum meðan ég var þar,
sumir mikið veikir, sérstaklega Guðrún. Sækja varð lækni fyrir
hana og þá fór henni loks að batna við meðulin frá lækninum.
Svo var ég líka á Efri-Brunná í Saurbæ, hjá heiðurshjónunum
Þórði Hjartarsyni og konu hans Sigurlaugu Sigvaldadóttur. Ég
var þar bæði í kaupavinnu að sumrinu og eins að vetrinum við
að spinna. Mér leið vel þar og fannst fallegt í Saurbænum, en ég
kynntist lítið fólkinu í sveitinni.
Það var eitt sinn seinni part vetrar að ég lagði af stað frá
Brunná norður að Þrúðardal auðvitað fótgangandi eins og þá
var siður. Ég ætlaði að koma að Gilsfjarðarbrekku og gista þar
því mér fannst hæfilegt að skifta leiðinni á tvo daga. En þegar ég
kom að Brekku þá var þar inflúensa og leist mér nú ekki á
blikuna. Ekki kom til mála að ég færi að bera árans flensuna
norður, svo að ég vildi ekki einu sinni koma þar inn, hvað þá
gista, heldur ákvað ég að halda áfram ferðinni norður. Guðrún
blessunin kom með kaffi og kökur útí fjárhús til mín og var það
vel þegið. Svo fylgdi Eysteinn mér norður yfir heiðina alveg þar
til komið var á móts við Steinadal. Þar kvaddi ég hann með kæru
þakklæti fyrir fylgdina, en ekki þorði ég að kveðja hann með
handabandi, bara kasta á hann kveðju eins og sagt er. Svo tók ég
pjönkur mínar og hélt áfram að Felli. Þar var tvíbýli, á öðru
búinu bjuggu Hjálmar og Sæunn en á hinu Guðbjörn og Guð-
rún. Þetta fólk tók á móti mér eins og drottningunni þegar ég
kom þarna alveg staðuppgefin eftir þessa löngu göngu. Nú var
orðið svo stutt heim að mér fannst ekki taka því að gista þar, þótt
mér væri vissulega boðið það. Nei eftir að hafa hresst mig ræki-
144