Strandapósturinn - 01.06.1984, Síða 59
má geta að Steinvör tók ekki í mál að stoppa og hvíla sig, hvorki
á Kaldrananesi né á Bakka.
Er þau fóru yfir Bjarnarfjarðará vildi það óhapp til að ísinn á
ánni brotnaði undan þeim og fóru þau öll á kaf upp undir
hendur og vildi þeim það sennilega til lífs að þau leiddust öll og
gátu hjálpast að við að komast upp úr vökinni, annars er hætt
við að straumþunginn hefði dregið þau undir ísinn og þeim
þannig endalok búin. Frost var mikið og frusu nú föt þeirra svo
að þau áttu erfitt með að ganga, en þar sem síðasti kafli leiðar-
innar var sléttlendi þá tókst þeim að ná til bæjar um síðir. Að
Svanshóli komu þau klukkan hálf fimm um nóttina, þrekuð og
illa til reika en þó fór ljósmóðirin strax er hún hafði farið úr
vosklæðum og fengið sér hressingu, að sinna sængurkonunni og
var þar allt í lagi, lagðist hún þá til hvíldar og hvíld átti hún
sannarlega skilið.
Þegar við athugum þessa frásögn nánar kemur ýmislegt í ljós
sem ekki er þar frá sagt. Kona ætlar að fara að fæða barn, menn
fara af stað að ná í ljósmóður, veðrið er næstum ófært. Hvílíkur
ótti hefur ekki sest að í hug og hjarta sængurkonunnar, tíminn
líður klukkustund eftir klukkustund og ekki kemur ljósmóðirin,
hvað getur hafa komið fyrir, hefur hún og fylgdarmenn hennar
orðið úti og það allt hennar vegna. I litlu baðstofunni er ástatt
eins og áður er lýst, enginn sem getur veitt hjálp, fær barnið
hennar að lifa. Þrátt fyrir þetta allt ogsársaukann og þreytuna er
af fæðingunni stafa, segir hún sjálf fyrir verkum þegar fársjúk,
ung og óreynd stúlka kemur til aðstoðar, og sængurkonan aðeins
25 ára gömul. Hún hefur ekki verið kjarklaus konan sú.
Þá er það ljósmóðirin Steinvör Sigurðardóttir. Það er að-
fangadagskvöld, kvöldið sem allir vilja helst vera heima, hún er
búin að þvo og greiða börnunum sínum og færa þau í fallegu
jólafötin, búið að lesa húslesturinn og borða, hún er búin að
ganga frá öllu í eldhúsinu og sest nú loksins niður mjög þreytt en
ánægð og horfir á börnin leika sér að jóladótinu sínu. 1 hjarta
sínu lofar hún guð fyrir að fá að lifa þessa ánægjustund, úti er
náttmyrkur og stórhríð, inni unaðsleg hlýja, kyrrð og friður. Þá
eru barin þrjú högg á útidyrnar, hún veit strax hvað það þýðir, í
57