Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 93
ins. Þau tæki sem til landbúnaðar þurftu og ég man eftir auk þess
framantalda var klávar, taðkvörn, hjólbörur, heyýta, mókláfar,
sleði til aðdrátta á mó, á stöku stað hestakerra. — 1 þann mund
og við framangreindar ástæður sem hér er greint frá bjuggu í
Heiðarbæ sæmdarhjónin Guðrún Halldórsdóttir og Guðjón
Hjálmarsson.
Heiðarbœjarhjónin
Guðrún Halldórsdáttir og Guðjón Hjálmarsson
Guðrún var fædd á Níp á Skarðströnd í Dalasýslu, dóttir
Halldórs Jónssonar sem þar bjó, en var ættaður frá Geirmund-
arstöðum í sömu sýslu. Kona Halldórs var Vigdís Björnsdóttir
frá Búðardal á Skarðströnd Guðmundssonar frá Steinadal í
Strandasýslu.
Börn Halldórs og Vigdísar voru tíu, fjögur fóru til Vestur-
heims, Sigfríður, Jón Kristján, en kom aftur aldraður maður,
Jósteinn og Marsilía.
Fjögur settust að við Steingrímsfjörð. Björn bjó á Smáhömr-
um, hreppstjóri, sjósóknari, lengst af formaður. Aðalsteinn bjó á
Heydalsá, lengst af í tvíbýli. Hann var sjósóknari á fyrri árum.
Guðrún bjó í Heiðarbæ. Ragnheiður bjó í Bæ á Selströnd, frá
henni er kominn mikill ættbálkur.
Kristín bjó í Dalasýslu, fluttist síðan til Keflavíkur og dó þar,
Halldóra bjó í Bolungarvík, síðan í Reykjavík. Missti mann sinn
Halldór Hávarðarson frá mörgum ungum börnum, sem flest
ólust upp hjá frændfólki sínu við Steingrímsfjörð.
Guðrún í Heiðarbæ var kona lágvaxin en samsvaraði sér vel,
kvik í hreyfingum en fasið einstaklega ljúflegt. Hún var fríð
kona, mér fannst hún falleg, það geislaði af andliti hennar þegar
hún talaði, sérstaklega færi hún með gamanmál. Aldrei sást hún
hörð í andliti, aldrei reið, aldrei ósátt við nokkurn mann, aldrei
að hún atyrti nokkurn mann. Allt sem frá henni kom var af hinu
góða, hún var sátt við heiminn, átti indæl falleg börn sem hún
átti alla sína von í, gott bú, var heilsugóð, sívinnandi, búkona
91