Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 17
argluggar, sinn upp yfir hverju miðrúmanna. Tvær rúður voru í
hvorum sem lengri voru á breidd en hæð. Annan var hægt að
opna, þann er var móti uppganginum. Síðar voru báðir stafn-
gluggarnir opnaðir. Tveir strompar voru á þekju og drógu þeir
vel út óloft. Pabbi og mamma sváfu við stafninn. Seinni hluta
dags og á kvöldin ljómaði sólskinið um þann glugga og sólarlagið
var undurfagurt svo að það gleymist ekki.
Eftir að ég fór að muna til mín svaf ég hjá ömmu. Hún kenndi
okkur börnunum vers og bænir. Einmitt á þeim aldri þá barns-
sálin er opin og efasemdir ekki farnar að vakna. Þess vegna
verður eitthvað eftir, þó það tíðum blundi. Það er til staðar og
veitir styrk í hretviðrum lífsins þó segull freistinga láti tíðast til
sín taka þegar út í lífið er komið.
Afi og amma áttu kindur, sem þau notuðu arðinn af til eigin
þarfa. Þau gáfu okkur börnunum, strax á fyrsta ári, lambgimbur
sem auðvitað var sett á vetur og varð að fulltíða kind sem færði
okkur lamb á vorin. Við vorum því í reikningi hjá kaupmanni
eða kaupfélagi og máttum lítillega taka þar út eftir að við feng-
um þroska til að velja og hafna því sem í boði var. Öðru máli
gegndi um reitulagða. Þeim mátti sóa í hvað eina. Döðlur, fíkjur,
biskví eða einhvern glysvarning og ótrúlega mikið fannst okkur
við fá fyrir þá. Reitulagðar voru ekki hæfir til að vera lagðir inn í
reikning, heldur fóru þar fram svokölluð „lausakaup“ sem voru
þannig að þeir voru verðlagðir á þetta eða hitt, pundið, svo var
tekið út á gildi þeirra. Önnur ull var metin og verðlögð eftir
gæðum. Stundum hljóp á snærið hjá okkur þegar ullin var
þvegin að vandvirka konan sem þvældi ullina henti því sem verst
var, svo sem hálsull, sem mikið mor var í, kviðarsneplum og öðru
rusli, í reitulagðapokann svo ekki spilltist útlit ullarinnar í heild.
Það var metnaður bænda að koma með sem best þvegna og
hvítasta ull í kaupstaðinn. Við börnin vorum alltaf að sniglast í
kring meðan ullarþvotturinn stóð yfir.
Hver dagur færði ný og ný viðfangsefni og enginn tími var til
að láta sér leiðast. Fráfærur voru afstaðnar og þá var ekki ama-
legt að flatmaga á kvíaveggnum meðan mjaltað var og virða
fyrir sér ærnar og sjá hvar þær völdu sér stöðu við kvíavegginn
15