Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Síða 17

Strandapósturinn - 01.06.1984, Síða 17
argluggar, sinn upp yfir hverju miðrúmanna. Tvær rúður voru í hvorum sem lengri voru á breidd en hæð. Annan var hægt að opna, þann er var móti uppganginum. Síðar voru báðir stafn- gluggarnir opnaðir. Tveir strompar voru á þekju og drógu þeir vel út óloft. Pabbi og mamma sváfu við stafninn. Seinni hluta dags og á kvöldin ljómaði sólskinið um þann glugga og sólarlagið var undurfagurt svo að það gleymist ekki. Eftir að ég fór að muna til mín svaf ég hjá ömmu. Hún kenndi okkur börnunum vers og bænir. Einmitt á þeim aldri þá barns- sálin er opin og efasemdir ekki farnar að vakna. Þess vegna verður eitthvað eftir, þó það tíðum blundi. Það er til staðar og veitir styrk í hretviðrum lífsins þó segull freistinga láti tíðast til sín taka þegar út í lífið er komið. Afi og amma áttu kindur, sem þau notuðu arðinn af til eigin þarfa. Þau gáfu okkur börnunum, strax á fyrsta ári, lambgimbur sem auðvitað var sett á vetur og varð að fulltíða kind sem færði okkur lamb á vorin. Við vorum því í reikningi hjá kaupmanni eða kaupfélagi og máttum lítillega taka þar út eftir að við feng- um þroska til að velja og hafna því sem í boði var. Öðru máli gegndi um reitulagða. Þeim mátti sóa í hvað eina. Döðlur, fíkjur, biskví eða einhvern glysvarning og ótrúlega mikið fannst okkur við fá fyrir þá. Reitulagðar voru ekki hæfir til að vera lagðir inn í reikning, heldur fóru þar fram svokölluð „lausakaup“ sem voru þannig að þeir voru verðlagðir á þetta eða hitt, pundið, svo var tekið út á gildi þeirra. Önnur ull var metin og verðlögð eftir gæðum. Stundum hljóp á snærið hjá okkur þegar ullin var þvegin að vandvirka konan sem þvældi ullina henti því sem verst var, svo sem hálsull, sem mikið mor var í, kviðarsneplum og öðru rusli, í reitulagðapokann svo ekki spilltist útlit ullarinnar í heild. Það var metnaður bænda að koma með sem best þvegna og hvítasta ull í kaupstaðinn. Við börnin vorum alltaf að sniglast í kring meðan ullarþvotturinn stóð yfir. Hver dagur færði ný og ný viðfangsefni og enginn tími var til að láta sér leiðast. Fráfærur voru afstaðnar og þá var ekki ama- legt að flatmaga á kvíaveggnum meðan mjaltað var og virða fyrir sér ærnar og sjá hvar þær völdu sér stöðu við kvíavegginn 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.