Strandapósturinn - 01.06.1984, Qupperneq 67
kaupskipið, sem sigldi til verslunarstaðanna tveggja við Húna-
flóa, þ.e. Höfðakaupstaðar (Skagastrandar) og Kúvíkna. Sýslu-
maður í Strandasýslu á þeim árum var Halldór Jakobsson frá
Búðum á Snæfellsnesi, föðurbróðir Jóns Espólíns sagnaritara og
sýslumanns Skagfirðinga á tveimur fyrstu áratugum 19. aldar.
Halldór sýslumaður Strandamanna bjó þá á Felli í Kollafirði, og
var kvæntur Ástríði Bjarnadóttur sýslumanns Halldórssonar á
Þingeyrum. Bróðir Ástríðar var Halldór Vídalín klausturhaldari
á Reynistað, faðir svonefndra Reynistaðabræðra, sem urðu úti á
Kjalvegi haustið 1780 með 180 sauðfjár auk hesta eins og al-
kunnugt er, meðal annars af ýmsum bókum og blaðaskrifum allt
til þessa dags.
Halldór sýslumaður Jakobsson var um þessar mundir rúmlega
fimmtugur að aldri, mikill maður vexti og karlmannlegur eins og
flestir hans föðurfrændur, en sagður hvorki góðmannlegur né
smáfríður ílits. Hann var ákaflega ofsafenginn í skaplyndi og
drykkfelldur úr hófi fram, en ofneysla áfengis var nokkuð tíður
löstur meðal íslenskra embættismanna í þann tíma, svo að þar
var ekki einum að lá. Hann var fróður um margt og vel að sér um
embættisfærslu, þegar hann gætti sín. Hafði hann lokið em-
bættisprófi í lögum frá háskólanum í Kaupmannahöfn með 1.
einkunn, en var raunar sama ár rækur ger frá skólanum ásamt
einum félaga sinna, fyrir misþyrmingar á jóskum stúdenti í öl-
æði. Hann lagði og töluverða stund á ýmiss konar ritstörf er birst
hafa á prenti, þekktast þeirra mun vera saga eldfjalla og eldgosa
á íslandi, sem hann ritaði á dönsku og prentuð var í Kaup-
mannahöfn 1757.
Dr. Þorvaldur Thoroddsen fer í Landfræðisögu sinni eftirfar-
andi orðum um Eldfjallasögu Halldórs: „Var hún (þ.e. Eld-
fjallasagan) um langan aldur aðalheimild útlendinga í öllu því,
er snerti eldfjöll á Islandi og var það mikið mein, því að hún er
mjög ruglingslega samin og í henni margar villur. Þar er fyrst
eldfjöllum og eldvörpum lýst og síðan kemur sögulegt yfirlit yfir
eldgosin sjálf. Höfundur hefur haft mjög litla náttúrufræði-
þekkingu og þekkt lítið fjöll og landslag á Islandi, því hefur
honum yfir höfuð tekist óheppilega. Fjalla- og staðanöfn eru
65