Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 46
sætunnar á Brunngili, Oddhildar Þórðardóttur Ólafssonar, sér
til handa. Hún var nokkrum árum yngri en Andrés, fædd um
1745. Ráðahagurinn tókst, en hér þurfti að búa vel um hnúta,
enda voru eignir talsverðar. Mun þetta orsök þess, að hjónaefnin
gerðu með sér eftirfarandi kaupmála:
„I nafni heilagrar guðdómsins þrenningar. Anno 1775 þann
26. septembris að Óspakseyri í Bitru framfór og fullgjörðist svo-
látandi hjónabandsundirbúningur eftirskrifaðra í milli: Af einni
hálfu virðulegs heiðursmanns monsr. Ólafs Hallssonar, sem tal-
aði máli æru- og sómagædds heiðursmanns, Andrésar Sig-
mundssonar, og af annarri virðulegs heiðursmanns monsr.
Þórðar Ólafssonar, er svörum uppi hélt vegna sinnar ástkæru
dóttur, æru- og sómagæddrar heiðursmeyjar Oddhildar Þórð-
ardóttur. En þar eð velnefndur Andrés er ekkjumaður og hans
2ja skilgetinna barna, Jóns og Ásnýjar, móðurarfur er í hans búi
innistandandi, sem eftir því fyrra kaupmálabréfi er helmingur af
föstu og lausu góssi, nær registerað var, jafnvel þótt upphæð
arfsins sé ei ennnú annríkis vegna frá eðla hr. sýslumanninum sr.
Halldóri Jakobssyni í Andrésar hendur komin þá lofar áður
velnefndur Andrés, að nefnd börn sín, Jón og Ásný, skuli hjá sér
í umgetinn móðurarf inni eiga hálfa jörðina Skriðningsenni
(svo), 8 hdr. að dýrleika, og 16 hdr. í lausafé svo hann sé viss um,
að þeim sé enginn afdráttur gjörður. En fjárskilmálar oft vel-
nefndra persóna, Andrésar og Oddhildar, í milli eru þessir, að
þau leggja með sér helmingafjárlag á fengnu fé og ófengnu, föstu
og lausu, að undanteknum þeim 8 hdr. i nefndu Skriðningsenni,
sem börnunum eiga tilheyra, en eru hans óðalseign, ef við lífs
erfingja er að skipta og deyi hún fyrri. En burtkallist velnefnd
Oddhildur fyrr en þeim verður barna auðið, þá hafi hennar
erfingjar ei tilkall til meira í Andrésar garð en 10 hdr., hvör
hennar elskulegur faðir lofar að gefa henni á giftingardegi. Item,
lifi hún barnlaus honum lengur, þá uppber hún fyrrnefndan
helming eignanna. Einnig haldi það hjónanna, sem lengur lifir,
skikkanlegri hjónasæng og morgungjöf reikningslaust. Hér upp
á höfðu hlutaðeigendur fullkomin jáyrði og handsöl. Fullgjörðist
síðan heilög trúlofun oft velnefndra heiðurspersóna, Andrésar og
44