Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 70
Yfirleitt mun ekki miklu hafa verið bjargað á land af hinum
verðmeiri farmi, virðist sýslumaður hafa hugsað sem svo að nógu
ríkur væri reiðarinn, þar sem konungsverslunin, það er að segja
ríkissjóðurinn, átti hlut að máli, er sá hugsunarháttur vel
þekktur og til staðar enn í dag. Vafalaust hefur þyngsti varn-
ingur farmsins, það er kjöt- og fiskitunnurnar, verið neðst í
skipinu og stórum prjónlespökkum eða ströngum hlaðið þar ofan
á og þá er þeim varð ekki náð upp sjóblautum í heilu lagi, náðist
auðvitað ekki heldur í kjöt- og fiskitunnurnar, sem undir þeim
lágu. Áður en sýslumaður fór af strandstaðnum hinn 6. október
lét hann hlaða því saman í einn köst, sem eftir var óselt af
strandgóssinu og breiða segl yfir, en sumt flutti hann heim með
sér að Felli í Kollafirði.
Veturinn eftir rak hafís að Vestfjörðum, gengu þá tvö bjarn-
dýr á land í Trékyllisvík og nágrenni hennar. Sagt var að dýrin
hefðu svipt seglunum af vöruhlaðanum á Enginesi, sem þá lá
verjulaus eftir í vetrarveðrum með stormi og snjó, enda sundr-
aðist hann brátt og margt af innihaldinu týndi tölunni með
ýmsum hætti. Þótt sýslumaður sannfrétti hve illa fór um
strandgóssið gaf hann sig ekki að því fyrr en vorið eftir, þegar
hann hóf að rita embættisskýrslu sína um strandið og skrá yfir
varning þann, sem seldur var á uppboðinu á Enginesi. Sagðist
honum þá svo frá, að allt hið selda góss hefði áður verið virt til
verðs af Guðmundi hreppstjóra á Melum í Víkursveit og fleiri
mætum mönnum norður þar. í réttarhöldum síðar synjuðu þeir
þess allir og sumir með svörnum eiði.
Þegar meðferð Halldórs sýslumanns á Fortunu-strandinu kom
fyrir amtmann og stiftamtmann viku þeir honum úr embætti
um stundar sakir, en fólu Magnús Ketilssyni Dalasýslumanni að
rannsaka málið og dæma í því. Magnús stefndi fjölmörgum
vitnum og vottfestist þá, að margt frá strandinu hafði verið flutt
heim að Felli til sýslumanns án þess að skrásett væri, til dæmis
kornvara, kaffi, sykur og fleira. Engin skil voru heldur gerð fyrir
ýmsu því, er selt hafði verið á uppboðinu fyrir norðan. Mála-
rekstur þessi gegn Halldóri vegna gæslu hans á strandfénu, eða
réttara sagt vangæslu og óreiðu í embætti, stóð yfir í full tvö ár og
68