Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 133
Ögursveit með Valdimar syni sínum og svo með þeim hjónum að
Arnardal 1898 og þar deyr hann 1909. Börn J.J. og konu hans
voru líklega níu alls. Ekki veit ég um feril þeirra neitt að ráði. En
hér skal minnst á nokkur þeirra: Guðrún átti Sigurgeir Kata-
rínusson bónda í Fremri-Arnardal, bjuggu þar ásamt Valdimar.
Þau áttu eitt barn er dó en ólu upp sex börn fyrir aðra, Guðjón
varð fulltíða og fór í siglingar, Pálína fór til Danmerkur og átti
þar tvö börn, dætur sem eru báðar vel menntaðir kennarar, þær
heita Vera og Charlotta búsettar í Danmörku, Antonía ógift en
átti son, Karl Kristjánsson, Valdimar, f. í Árnessókn 29. mars
1866, d. á ísafirði 29. mars 1921. Fer vinnumaður frá Látrum að
Ögri 1888, er þó sagður vinnumaður á Strandseljum 1887 en fer
þá að búa þar nýkvæntur. Er á Hallstöðum 1895 fer þá að
Eiríksstöðum og þaðan að Fremri-Arnardal 1898 svo bóndi í
Selárdal í Arnarfirði en er í Hnífsdal 1920. Kona 4. maí 1896
Elín, f. 4. ág. 1866, d. 18. des. 1953. For. Hannibal Jóhannesson
bóndi á Neðri-Bakka í Langadal og k. Sigríður Arnórsdóttir
prests í Vatnsfirði Jónssonar og seinni konu hans Guðrúnar
Magnúsdóttur af ætt Ólafs lögsagnara á Eyri og af Hólsætt í
Bolungavík. Börn þeirra voru Guðrún ljósmóðir, f. 16. okt. 1897
á Strandseljum, átti Kjartan Helgason sjómann (f. 14. maí 1897
frá Eyri í ísafirði), er fórst með mb. Rask 4. okt. 1924. Þau voru
þá í Hnífsdal. Guðrún flutti til Reykjavíkur og stundaði lengi
ljósmóðurstörf og hafði fæðingarheimili. Þau áttu einn son,
Valdimar Guðmund, f. 16. júní 1923 kvæntur hollenskri konu
Christine Grashoff hjúkrunarkonu er hann kynntist á sjúkrahúsi
í Suður-Afríku þar sem hann var lagður inn sjúkur af skipi er
hann var á. Valdimar er látinn en Christine lifir hér enn, 1984.
Jón, f. 10. júlí 1900 vélsmiður á Isafirði, Hannibal, f. 13. jan.
1903 einn atkvæðamesti stjórnmálamaður á íslandi, oftar en
einusinni ráðherra, kvæntur Sólveigu Ólafsdóttur frá Strand-
seljum og eru börn hans öll hámenntuð og framámenn í þjóðfé-
laginu, Sigríður, f. 14. febr. 1904 símamær í Reykjavík og lengi
formaður Vestfirðingafélagsins, Finnbogi Rútur, f. 24. sept. 1906
þjóðréttarfræðingur að mennt, lengi forustumaður í bæjarmál-
um Kópavogs, alþingismaður og bankastjóri, kvæntur Huldu
131