Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 137
eldrar Jóhanns voru Bárður Jónsson á Hanhóli og k.h. Valgerður
Jakobsdóttir (sjá um Guðmund Bjarnason hér fremst). Jóhann
var velþekktur kaupmaður á Isafirði og rithöfundur, einnig
góður hagyrðingur. Þau áttu tvær dætur, Ingibjörgu er átti
Bergsvein Guðmundsson húsasmíðameistara og Ragnheiði er
gift var Gunnari Guðmundssyni skrifstofumanni f. á Eiríksstöð-
um 17. nóv. 1894. Jón M. Pétursson, bæjargjaldkeri á ísafirði en
flutti til Reykjavíkur, kvæntur ágætri konu, hann var lærður
búfræðingur og bjó um skeið með móður sinni i Hafnardal,
Hallgrímur trésmiður í Reykjavík d. 1918 átti Þorgerði Guð-
mundsdóttur og dóttur, Karl Axel smiður á Akureyri, Aðal-
björn gullsmiður, f. í Hafnardal 1902, d. 13. jan. 1955 var á
Akureyri en svo í R. og þó áður á Siglufirði. Fjölhæfur gáfu-
maður, hagur í iðn sinni og allgott ljóðskáld, átti Rögnu Guð-
jónsdóttur og tvær dætur, Ragna Pétursdóttur gullsmiður i
Reykjavík og er sonur hennar Karl Jóhannsson hjá útlendinga-
eftirlitinu, Vilhjálmur Pétursson var á Akureyri, Sigrún dó ung,
f. 1893, Finnbogi, Steinunn dó á fyrsta ári, Sigurborg dó ung,
Sigrún dó ung, Jensína dó á fyrsta ári, Guðmundur f. 18. maí
1892, kaupmaður á Isafirði og bæjargjaldkeri þar, átti Þorgerði
Bogadóttur frá Uppsölum og eru börn þeirra Magnús kaup-
maður og húsgagnasmíðameistari í Reykjavík kvæntur Guðríði
Jónasdóttur frá Isafirði, Erlingur húsgagnasmíðameistari í
Reykjavík, Sigrún átti Kristján Ágúst Jóhannesson í Hafnar-
firði, Ingibjörg Geirþrúður, d. 1946.
Aldrei var það meiningin að skrá hér tæmandi afkomendatal
fjórmenninganna sem fluttu úr Árnessókn vestur að Djúpi og
staðfestust þar en af þeirri upptalningu sem hér er má sjá að þeir
og niðjar þeirra hafa spjarað sig vel í lífsbaráttunni þó stundum
hafi hún verið erfið eins og gengur.
Svo virðist sem talsverður flutningur hafi átt sér stað milli
Isafjarðardjúps og Strandasýslu sem best má sjá á hinni marg-
fróðu bók síra Jóns Guðnasonar um Strandamenn. Aðal sam-
gönguleiðirnar áður fyrri voru um Steingrímsfjarðarheiði og
Ófeigsfjarðarheiði. Ekki er að efa að þessir menn hafa farið
nyrðri leiðina. Var og algengt að fara þessa leið með trjávið á
135