Saga - 2014, Blaðsíða 13
með kálgarð um aldamótin 1700 og á Möðruvallaklaustri var garður
á svipuðum tíma, hjá Lárusi Scheving sýslumanni (1696–1721), en
báðir garðarnir voru komnir í órækt fyrir miðja öldina.8 Þá voru
garðar á Bessastöðum í tíð Kristians Mullers amtmanns (1688–1718)
og Páls Beyers landfógeta (1702–1717).9 Þeir garðar lögðust síðan af,
en Johan C. Pingel amtmaður hóf þá aftur til vegs og virðingar
þegar hann tók við embætti amtmanns (1744–1752).10 Þessir fyrstu
frumkvöðlar í garðrækt voru allir ýmist danskir menn eða menn
sem höfðu forframast erlendis eins og sjá má.
Það var svo sumarið 1754 sem landsmenn voru í fyrsta sinn
hvattir opinberlega til þess að koma sér upp kálgörðum. Í tilskipun
konungs sem lesin var upp á Alþingi það sumar segir að ábúendur
10 hundraða jarða og stærri skyldu „láta sér annt um“ að gera korn-
akra og kálgarða þar sem það „virtist hentugt og gerlegt.“ Hver sá
sem hefði fengið tilsögn í akuryrkju en ekki sinnt henni mátti búast
við „hæfilegri refsingu.“11 Fljótlega var fallið frá hugmyndum um
stórtæka akuryrkju en fremur horft til garðræktar, sem þótti raun-
hæfari kostur.
Í bréfi rentukammers til Magnúsar Gíslasonar amtmanns, þann
30. apríl 1761, var lögmönnum, sýslumönnum, prestum og betri
bændum fyrirskipað að koma sér upp matjurtagörðum á jörðum
sínum ellegar sæta sekt og það kunngert á Alþingi sama sumar.
Sektin skyldi nema tveimur til þremur vættum fiska hið fyrsta ár en
síðan tvöfaldast ár hvert uns þeir hlýðnuðust skipuninni.12 Þar með
viðreisn garðræktar
manna um Ísland, náttúruskoðun og rannsóknir fyrr og síðar II (Reykjavík: Orms -
tunga 2004), bls. 87 og 107–111.
8 Skúli Magnússon, „Annar viðbætir til sveitabóndans“, Rit þess íslenzka Lær -
dóms listafélags 6. árg. 1785, bls. 158–159.
9 ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Rtk. B8/3–1. Isl. Journ. 4, nr. 21. Greinargerð Skúla
Magnússonar um garðrækt, 18/12 1777.
10 Magnús Ketilsson, Stiftamtmenn og amtmenn á Íslandi 1750 til 1800. Þorkell
Jóhannesson bjó til prentunar (Reykjavík: Sögufélag 1948), bls. 43; Niels
Horrebow, Frásagnir um Ísland. Þýð. Steindór Steindórsson frá Hlöðum
(Reykjavík: Bókfellsútgáfan 1966), bls. 86.
11 Alþingisbækur Íslands XIV. 1751–1765. Gunnar Sveinsson sá um útgáfu
(Reykjavík: Sögufélag 1977), bls. 150. (Bréf Magnúsar Gíslasonar amtmanns til
allra sýslumanna. Öxará 19/7 1754); Þorkell Jóhannesson, Búnaðarfélag Íslands,
aldarminning. Fyrra bindi. Búnaðarsamtök á Íslandi 1837–1937 (Reykjavík:
[Búnaðarfélag Íslands] 1937), bls. 33.
12 Lovsamling for Island III. 1749–1772. Samlet og udgivet af Oddgeir Stephensen og
Jón Sigurðsson (Kaupmannahöfn: Universitets-Boghandler Andr. Fred. Höst
11
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 11