Saga - 2014, Blaðsíða 59
57
greina ákveðin mynstur í viðhorfum 19. aldar ferðamanna til Íslands
eins og þau birtast í ferðabókum frá þessum tíma.55 Hér langar mig
að taka tvær slíkar bækur sem dæmi, ekki endilega vegna þess að
þær séu dæmigerðar — og sannarlega eru til 19. aldar ferðalýsing-
ar sem gefa miklu jákvæðari mynd af Íslendingum56 — heldur
vegna þess að þar má finna viðhorf sem falla vel að hugmyndum 19.
aldar um framandleikann. Þær sýna þess vegna hvernig a.m.k. höf-
undar þessara tveggja ferðalýsinga staðsettu Ísland gagnvart
„Evrópu“ og þar með hvernig landið var fellt inn í orðræðukerfi
nýlendustefnunnar á 19. öld.
Ferð til Íslands
Fyrri ferðabókin sem tekin er til athugunar hér, Reise nach dem skand-
inavischen Norden und der Insel Island im Jahre 1845,57 var skrifuð af
heimshornaflakkaranum Idu Pfeiffer og gefin út í Búdapest og
Leipzig árið 1846. Bókin kom út í tveimur enskum þýðingum aðeins
sex árum síðar,58 og ber það vott um þá athygli sem Pfeiffer naut þá
var ísland nýlenda?
55 Ágætt yfirlit yfir ferðabækur frá Íslandi er að finna í Þorvaldur Thoroddsen,
Landfræðissaga Íslands: hugmyndir manna um Ísland, náttúruskoðun og rannsókn-
ir, fyrr og síðar (Kaupmannahöfn: Hið íslenska bókmenntafélag 1892–1904),
einkum bindi III–IV, og Sumarliði Ísleifsson, Ísland framandi land (Reykjavík:
Mál og menning 1996), bls. 121–207; sjá einnig Sigrún Pálsdóttir, Icelandic
Culture in Victorian Thought: British Interpretations (c. 1850–1900) of the
History, Politics and Society of Iceland (doktorsritgerð, University of Oxford,
2000), bls. 108–153, og Karen Oslund, Iceland Imagined: Nature, Culture, and
Story Telling in the North Atlantic (Seattle: University of Washington Press
2011). Um svipaðar lýsingar frá Afríku, sjá Nicklas Hållén, Travelling Objects:
Modernity and Materiality in British Colonial Travel Literature about Africa (Umeå:
Department of Language Studies 2011).
56 Sjá t.d. Willard Fiske, Willard Fiske in Iceland: based on the pocket notebook kept
during his sojourn there, 1879. Útg. Philip M. Mitchell (Íþaka: Cornell University
Library 1989); sbr. Sumarliði Ísleifsson, „Barbarians of the North become the
Hellenians of the North“, Northbound. Travels, Encounters, and Constructions
1700–1830, bls. 111–128.
57 Ida Pfeiffer, Reise nach dem skandinavischen Norden und der Insel Island im Jahre
1845 2 bd. (Pesth: Gustav Heckenast 1846).
58 Ida Pfeiffer, Journey to Iceland, and Travels in Sweden and Norway (New York:
George P. Putnam 1852) og Visit to Iceland and the Scandinavian North (London:
Ingram, Cooke 1852) — höfundur fyrri þýðingarinnar var Charlotte Fenimore
Cooper, dóttir bandaríska rithöfundarins James Fenimores Coopers, en nafns
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 57